Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 236
234
IV. Fæðingarstofnun.
Um fyrirhugaða fæðingarstofnun ríkisins og Reykjavíkur-
kaupstaðar í sambandi við Landsspítalann.
Bréf Inndlæknis iil dómsmálaráðuneyiisins 22. júní 1944.
Með tilvísun til viðræðna í dag á milli heilbrigðismálaráðherra,
borgarstjórans í Reykjavík og mín um fyrirhugaða fæðingarstofnun
ríkisins og Reykjavíkurkaupstaðar vil ég- fyrir mitt leyti staðfesta
niðurstöður greinds samtals:
1. Húsið vexði reist á lóð Landsspítalans samkvæmt uppdrætti
þeim, er húsameistari hefur gert, og er húsinu ætlað að rúma 54
sjúkrarúm. Ríkið annist framkvæmd verksins fyrir sína hönd og
Reykjavíkurkaupstaðar, en samkomulag verði á milli aðilja um verk-
taka eða sérstakan eftirlitsmann.
2. í húsi þessu verði rekin fæðinga- og kvensjúkdómadeild í sam-
bandi við Landsspítalann, svo og ljósmæðraskóli ríkisins, en lækna-
stúdentar og kandídatar njóti þar kennslu í verklegri fæðingarhjálp.
3. Ríkið beri % stofnkostnaðar, en Reykjavíkurkaupstaður %. Til
stofnkostnaðar teljist auk byggingarinnar öll áhöld og innanstokks-
munir.
4. Ríkið annist rekstur stofnunarinnar, en rekstrarkostnaðurinn
skiptist á aðilja í sömu hlutföllum sem stofnkostnaður.
5. Óvarlegt er að gera ráð fyrir, að stofnkostnaður nemi minni upp-
hæð en fullum 3 milljónum króna, miðað við núverandi verðlag.
6. G,ert er ráð fyrir, að Alþingi fallist á að láta Reykjavíkurkaup-
stað njóta styrks lír ríkissjóði til að koma upp sínurn hluta stofnunar-
innar i samræmi við það, sem tíðkazt hefur um styrkveitingar til
sjúkrahúsa annarra sveitarfélaga, enda verði stofnunin fyrst og
fremst rekin sem sjúkrahús, þ. e. fyrir afbrigðilegar fæðingar og al-
menna kvensjúkdóma, en síðan fæðingar þeirra kvenna, sem ekki
eiga þess kost að ala börn sín í heimahúsum við viðunandi skilyrði.
7. Um rekstur stofnunarinnar verði gerður samningur til tryggingar
hagsmunum beggja aðilja. Samningurinn trvggi meðal annars rík-
inu fyrir hönd Landsspítalans eign og umráð allrar stofnunarinnar,
er félagsrekstri lýkur.1)
1) Tillögur þessar, sem fluttar voru munnlega á umræddum fundi og síðan
staðfestar, sem hér greinir, náðu óbreyttar samþykki hlutaðeigenda. Með þessum
úrræðum leystist fæðingarstofnunarmál Reykjavíkur úr s.jálfheldu, sem þvi hafði
verið stefnt í, og fæðingardeild Landsspítalans reis af grunni.