Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 242
240
lækna þá, er sinna þeirn störfum við spítalann, að helzt ætíð
þarf að vera unnt að ná til þeirra, einnig utan ákveðins starfs-
tíma þeirra. Fyrst og fremst kemur þar til greina 1. aðstoðar-
læknir (varalæknir) handlæknis- og fæðingardeildar, og þar
næst samsvarandi læknir lyflæknisdeildar. Samkvæmt þessu
þykir rétt að gera ráð fyrir a. m. k. tveimur læknisbústöðum
á lóðinni. f læknisbústöðum þessum eða sér í húsi mundi
henta að ætla kandídötum spítalans (allt að 6) húsnæði, auk
varðherbergja þeirra í hlutaðeigandi deildum.
i) Landsspítalalóðin verði girt mannheldri girðingu og við aðal-
hliðið reist dyravörzluhús með íbúð og varðherbergjum fyrir
dyravörð (umsjónarmann) spítalans. Sennilega hentaði að
hafa dyravarðaríbúðirnar tvær og gera ráð fyrir aðstoðar-
dyraverði með tilliti til þess, að annar dyravörðurinn sé sér-
fróður um garðyrkju.
Jafnframt því sem þessum byggingarframkvæmduin miðar áfrain,
o]>nast leiðir til bráðabirgðaaukningar á rúmi spítalans, sem hafa
má not af, unz endanlega er fyrir séð, svo sem:
a) 1 kjallara undir starfsfólksíbúðum fæðingardeildar fást vistar-
verur fyrir nokkrar starfsstúlkur.
b) Þegar fæðingardeildin nýja tekur til starfa, leggjast núverandi
húsakynni fæðingardeildar undir handlæknisdeildina, og má
auka rúmafjölda hennar samsvarandi.1)
c) í hjúkrunarkvennaskólanum má fyrst um sinn koma fyrir
nokkrum hjúkrunarkonum. Rýmist þá enn til á efstu hæð aðal-
byggingarinnar til aukningar rúmi á handlæknisdeild.
d) Þegar komið hefur verið upp nýju eldhúsi og borðsölum, rýmist
til í kjallara aðalbyggingarinnar, sem ýmisleg not mega verða að.
Um reglugerð fyrir Landsspítalann og að yfirlæknarnir eigi
frumkvæði að framkvæmdum til eflingar eðlilegri þróun
stofnunarinnar, vexti hennar og viðgangi.
Bréf stjórnarnefndar ríkisspitalanna til forstjóra2) Landsspítalans
18. desember lí)í8.
Á fundi nefndarinnar í gær var gerð svo hljóðandi samþykkt varð-
andi undirbúning að reglugerð fyrir Landsspítalann:
„Undirbúningur að reglugerð fgrir Landsspítalann: Stjórnarnefnd
ríkisspítalanna beinir því til yfirlækna Landsspítalans, að þeir geri
uppkast að ýtarlegri reglugerð fyrir spítalann. Að því er tekur til af-
stöðu yfirlæknanna til spítalans séu ákvæði reglugerðarinnar ekki ein-
göngu miðuð við það, að þeir láti sig varða læknisstörf við spítalann,
svo og daglegan rekstur hans í því sambandi, heldur sé einnig i þeirra
1) Það húsrými hefur nú verið tekiS til bráðabirgða hancla hjúkrunarkvenna-
skólanum, auk horðsalar handa starfsfólkí.
2) Yfirlæknar Landsspítalans koma sér saman um, að einn þeirra sé í fyrir-
svari fyrir þá alla, og nefnist sá forstjóri.