Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 219
217
13. 14. ágúst. Þ. A-son, 70 ára. Maðurinn varð fyrir áverka aftan við ytri getnaðar-
færi hinn 4. ágúst. Lagður í Landakotsspítala hinn 5. ágúst, og voru getnaðar-
færin þá útþanin af blóði og bjúg. Maðurinn gat ekki losnað við þvagið, og
ekki var heldur hægt að ná þvaginu urn þvaglegg. Varð því að opna þvagblöðr-
una (sectio alta). Manninum leið vel fyrst á eftir, en þvagrennsli minnkaði.
Einkenni þvageitrunar komu í ljós, og dró þá ört af manninum, þar til hann
andaðist 13. ágúst. Ályktun: Við krufninguna kom í Ijós, að þvagrásin hafði
rifnað undir lífbeinsboganum, og mikil blæðing orðið út frá því. Auk þess
voru einkenni þvageitrunar, er virðist hafa leitt til dauða mannsins.
14. 16. ágúst. E. G. K. (kynferðis ekki getið), 3 ára. Barnið varð fyrir bifreið 15.
ágúst. Var flutt í Landsspítalann, en andaðist þar 2 klukkustundum síðar.
Ályktun: Við krufninguna kom í ljós, að höfuðkúpubotn liefur brotnað og heil-
inn marizt verulega. Banameinið ótvírætt að rekja til höfuðáverkans.
15. 28. ágúst. G. G-son, 45 ára. Maður þessi datt niður á götunni og var látinn,
er að var gætt. Ályktun: Við krufninguna kom í ljós, að maðurinn hafði
mjög stækkað og ofþanið hjarta og enn fremur bólgueinkenni i nýrum. Útlit
fyrir, að ástand nýrnanna hafi leitt til skyndibilunar hjartans og dauða.
16. 4. september. S. K-son, 31 árs. Maðurinn fannst meðvitundarlaus í lúkar i
mótorbát hér í Reykjavíkurhöfn. Hann var þegar fluttur í Landsspitalann 2.
september, en komst ekki til rænu og andaðist 3. september. Ályktun: Við
krufninguna kom í Ijós sprunga á höfuðkúpuheini framan hægra eyrans og að
heilahimnuæð (arteria meningea media) hafði rifnað og mikil blæðing orðið
á heilanum.
17. 6. septemher. K. H-son, 67 ára. Maðurinn féll af reiðhjóli, er bifreið ók á
hann. Var hann þegar fluttur i Landsspítalann, og þar andaðist hann stundar-
fjórðungi eftir komu. Ályktun: Við krufninguna fannst mikið brot á liaus-
kúpunni, .enn fremur var liryggurinn brotinn á tveirn stöðum, öll rif liægra
megin og 6 rif vinstra megin, og voru meiri og minni blæðingar út frá öllum
hrotunum.
18. T. S. $,54 ára. Var matsveinn á skipi. Fór á fætur kl. 6% að morgni 17.
september. Kvartaði þá um lasleika og fór í rúmið, en fannst svo látinn kl.
8 sama dag. Ályktun: Við krufninguna fannst hnefastór poki á meginæðinni,
sem gengur út frá hjartanu. Hafði poki þessi sprungið og valdið bráðum
dauða.
19. 24. september. Á. S-son, 39 ára. Maðurinn hafði fundizt látinn í skúr nálægt
bænum. Sporjárn lá lijá líkinu, og áverkar á báðum handleggjum og hálsi
bentu til, að maðurinn hefði notað það á sig. Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar var maður þessi geðbilaður. Ályktun: Við likskoðun og
krufningu fannst stórt sár hægra megin á liálsi og allt inn í barkakýli. Slag-
æðin á vinstra úlnlið var skorin sundur, en hafði mistekizt á hægra úlnlið.
Blóðmissir virðist hafa leitt manninn til dauða.
20. 26. september. S. S.-son, 29 ára. Maðurinn var að huga að háspennuleiðslu,
en fékk þá rafstraum í sig og lézt samstundis. Ályktun: Við líkskoðun fannst
hrunasár á vinstra lófa og vinstra fæti. Sárið í lófanum virtist til komið
þannig, að hinn látni hafi gripið utan um rafmagnsleiðslu. Þetta hefur valdið
dauða samstundis.
21. 2. október. M. G-son, 58 ára. Maðurinn fannst látinn í herbergi sínu. Hálffull
vínflaska stóð á borði i herberginu. Ályktun: Mjög stækkað hjarta fannst við
krufninguna og einkenni hækkaðs blóðþrýstings. Útlit fyrir, að hjartað hafi
gefizt skyndilega upp.
•=2. 16. október. B. V-son, 42 ára. Maðurinn var við öl. Kastaði sér út um glugga
á þriðju hæð og dó þegar eftir fallið. Ályktun: Við krufninguna fannst mjög
mikið hauskúpuhrot, mar og blæðingar í heilann, er leitt hafa til bráðs dauða,
enn fremur brot ú vinstra framhandlegg.
23. 16. október. G. B-son, 15 ára. Maðurinn varð fyrir bíl 15. október og dó skömmu
seinna. Ályktun: Við lcrufninguna kom í ljós, að hægra nýra og lifur voru
sprungin og miklar blæðingar út frá, enn fremur smáblæðingar í heilavef-
inn. Dauðaorsökin miklar blæðingar, heilahristingur og lost (schock).
24. 26. nóvember. G. S-son, 5 mánaða. 6 systkini veiktust um sama leyti. Þetta
barn hafði aðeins verið veikt, að þvi er vitað var, í hálfan sólarhring, áður
28