Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 33
31
Aftur mánuði síðar fékk hann mjög þunga taksótt í þriðja sinn, og
byrjaði ég þá þegar með pensilín, og varð hann hitalaus á nokkrum
dögum. Tveimur árum áður hafði þessi sami maður fengið taksótt,
og gaf ég honum þá dagenan, og reyndist það vel að öðru leyti en því,
að maðurinn varð næstum eins veikur af lyfinu og af lungnabólg-
unni. Súlfadíazínið þoldi hann aftur á móti ágætlega, og svo hefur
mér reynzt í öllum þeim tilfellum, sem ég hef notað það. Maður þessi
hefur emphysema. Hinn sjúklingurinn fékk líka þunga taksótt, og
byrjaði ‘ég meðferð með súlfalyfjum. Hiti lækkaði nokkuð, en bólgan
lét sig ekki, og líðan versnaði. Auk þess fékk sjúklingurinn feiki-
legan uppgang og daunillan, og hækkaði hiti aftur. Taldi ég því víst,
að ígerð væri á ferðinni. Byrjaði ég þá með pensilín, og lækkaði hiti
nokkuð, og uppgangur hætti næstum alveg, en ekkert lát var á bólg-
unni. Einnig kom vot pleuritis til sögunnar. Allt lcom fyrir ekki, og
lézt sjúklingurinn eftir 13 daga legu. Ég lét mér detta í hug virus-
lungnabólgu eða tb.
Dalvíkur. Varð að bana 87 ára gamalli konu.
Breiðumýrar. Öllum taksóttarsjúklingum (7) batnaði fljótt af
súlfalyfjum.
Húsavíkur. Slæðingur einkum fyrra hluta ársins. Sum tilfelli virt-
ust allsvæsin, en súlfasöltin eru nokkuð viss með að drepa sjúkdóm-
inn fljótlega.
Kópaskers. Nokkur taksóttartilfelli á árinu. Sjúklingarnir fengu
súlfadiazínmeðferð. Súlfadíazín mætti sjálfsagt skipa hærra sess
meðal súlfalyfja en það virðist hafa gert til þessa. Væri mjög íhug-
unarvert, hvort það ætti ekki rétt á sér alls staðar þar, sem talin
hefur verið „indicatio“ fyrir súlfapýridín (dagenan, eða M & B 690)
við lungnabólgu, heilasótt o. s. frv. Nýjustu bækur, sem ég hef náð
í um þetta efni, gefa mér tilefni til að láta þessa getið. Eitrunarverk-
anir (t. d. ógleði eða uppköst) teljast miklu sjaldgæfari við súlfa-
díazín- en súlfapýridínmeðferð. Það eitt getur oft ráðið úrslitum um
árangur lyfsins, einkum þegar gefa þarf stóra skammta eins og við
heilasótt.
Vopnafí. Lungnabólgu fengu engir fullorðnir á þessu ári, svo að
mér sé kunnugt um. Allt börn, sem skráð er.
Egilsstaða. 1 mannslát er skráð af völdum taksóttar, að því er
talið er, en læknis var aldrei vitjað til þess sjúklings.
Djúpavogs. Aðeins í einu tilfelli brugðust súlfadíazíntölur. Sá
sjúklingur náði sér samt vel eftir langa legu.
Vestmannaegja. Sjaldgæf, fremur væg.
Egrarbakka. Nokkur tilfelli, sum þung. Ekkert dauðsfall.
Iíeflavikur. 1 dó.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1036 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl.......... 9 32 55 8 781 1566 29 94 34 12