Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 83
81
liess langur tími, jafnvel mánuðir. Væri æskilegt, að landlæknisskrif-
stofan gæfi héraðslæknum reglur um þetta, samræmis vegna.1)
Breiðumýrar. Ferðum fjölgar ár frá ári, og veldur sennilega bættur
efnahagur fólks mestu þar um.
Bakkagerðis. Læknisvitjanir eru bæði erfiðar og dýrar. Bátskæna
ein mun kosta um kr. 500.00 og er þó engum boðleg. Dálítið lyfjabúr,
með algengustu meðulum, var sett upp í kaupfélagi staðarins. Lét
Lyfjabúð Austurlands það í té, og höfum við læknarnir getað vísað
þar á meðul eftir sjúkdómslýsingum í síma. Meðulin eru greinilega
merkt, svo að misgrip geta ekki átt sér stað. Hefur þetta verið til
mikilla þæginda fyrir fólkið og beinlínis getað sparað því læknis-
sókn.
Eyrarbakka. Jafnskjótt sem ég kom hér í Eyrarbakkahérað liið
nýja, tók ég að hafa ákveðna viðtalstíma í báðum þorpunum. Hjá
Stokkseyringum, sem hafa elcki notið slíks fyrr, er þetta vinsælt.
Mikil aðsókn að lækni í héraðinu.
Selfoss. Af þessum ferðum voru næturferðirnar — að einhverju
eða öllu leyti — 42 talsins. Auk þessarar næturvinnu og þeirrar,
sem varð hér í þorpinu (án ferðalags) — vegna fæðingarhjálpar og'
bráðra kvalasjúkdóma, var ég vakinn upp 56 sinnum. Tilefnin voru
aðallega meiðsli í sambandi við ölvun (af slagsmálum, byltum og bíl-
slysum) og blóðtökum úr ölvuðum bílstjórum að beiðni lögreglunnar.
Um tíma kvað svo mikið að þvi, að ég mátti eiga það næstum því víst,
þegar „böll“ voru einhvers staðar í héraðinu, að hafa ónæðissama
nótt. Stundum voru „böll“ bæði á Iaugardags- og sunnudagskvöldum,
og þurfti ég þá lítt að hlakka til helgarhvíldarinnar. Fyrir kom það,
að lögreglan vakti mig tvisvar á nóttu, og einu sinni reif hún mig
opp þrisvar. Þá bað ég hana lengstra orða, að ef svo hæri til, að hún
þyrfti á sams konar verki að halda í fjórða skiptið þessa sömu nótt,
að fara þá með „delinquentinn” til Reykjavíkur. Hét hún góðu um
það, en eigi veit ég', hvort þess hefur gerzt þörf.
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
um landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Skúlason, augnlæknir á
Akureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykja-
'ík, um Austfirði, og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1) Einsýnt er a'ö telja sjúkdómana, en ekki vitjanirnar, þ. e. skrá hvern sjúk-
hng, er hann kemur með sérstakan sjúkdóm. Berklasjúklingur er einn sjúklingur,
hversu oft sem hann vitjar læknis á árinu vegna berklaveikinnar, en vitji hann
læknisins vegna annarra sundurleitra sjúkdóma, t. d. vegna infiúenzu, tannverks,
meiðslis o. s. frv., er hann aukreitis skráður einu sinni vegna hvers þess tilfellis.
11