Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 130
128
mjólkurbúðum: Öll sýnishornin (21) voru nægilega hituð (fosfalase-
prófun neikvæð). Gerlarannsókn var gerð á 17 sýnishornum. Gerla-
fjöldinn var 6500—450000, meðaltal 81500 í sin3. 5 sýnishorn voru
cólí-neikvæð í 1/10 sm3 og voru metin óaðfinnanleg. 12 sýnishorn
voru cólí-jákvæð í 1/10, 4 í 1/100 og 1 í 1/1000 sm3. hessi 12 sýnis-
lrorn höfðu spillzt eftir gerilsneyðingu. 4. Rjómi: Af 20 sýnishornum
reyndust 19 vera nægilega hituð. 1 sýnishorn var ekki nægilega
hitað; var það af rjóma frá Mjólkursamlagi K. E. A. 1 sýnishorn
(einnig frá K. E. A.) hafði aðeins 26,5% af feiti, og' er það lægra en
venja er hér í Reykjavík. Hin sýnishornin voru með 29,0—34,0%
feiti. Sýrustig var 11,0—12,0. Gerlarannsókn var gerð á 3 sýnishorn-
um. 2 höfðu gerlafjöldann 4000 og 10000 í sm3 og voru cólí-neikvæð
í 1/10 sm3. Voru þau metin óaðfinnanleg. 1 hafði gerlafjöldann
250000 í sm3 og' var cólí-jákvætt í 1/1000 sm3. Hafði það spillzt eftir
gerilsneyðinguna. Samkvæmt ofanrituðum rannsóknum og öðrum at-
hugunum hefur mjólkin, sem Mjólkurstöðin tók á móti í nóvember
og desember s. 1. verið sæmileg og sumt af henni ágætt, enda orðið
kalt í veðri. IV. flokks mjólk hefur tæpast fundizt, ekki heldur frá
M. F. og M. B. Gerilsneydda mjólkin hefur yfirleitt verið góð, meðan
hiin var í stöðinni, en spillist talsvert í búðunum. Af 176 sýnishorn-
um voru 2 (þ. e. rúmlega 1%) ekki nægilega hituð, og er það mun
betra en áður hefur verið, þó að ekki geti það talizt fullnægjandi“.
Akureyrar. Eins og' undanfarin ár hafa annað slagið verið tekin
hér sýnishorn af matvælum og send Rannsóknarstofu Háskólans til
athugunar og efnagreiningar. Sjaldan hefur reynzt nokkuð athuga-
vert við sýnishorn þessi og þá tiltölulega auðvelt að kippa því í lag,
sem ábóta vant hefur verið. Aðeins einu sinni hefur verið send kæra
til bæjarfógetans af þessuin sökum. Aðbúnaður og þrifnaður í nijólk-
urbúðum, brauðgerðarhúsum og kjötbúðum er víðast hvar sæmileg-
ur, þó að sutns staðar sé þetta eltlti á nokkurn hátt eins gott og æski-
leg't væri, en héraðslæknir og heilbrigðisfulltrúi hafa eftir beztu getu
reynt að kippa því í lag, sem mest hefur verið ábóta vant. 2 fisk-
húðir eru hér í bænum, og er langt frá því, að aðbúnaður þar sé í
samræmi við það, sem bezt verður á ltosið. Þrátt fyrir fiskbúðir
þessar er mest af fiski þeim, sem bæjarbúar neyta, selt á torginu
ofan við Torfunesbryggjuna og á fleiri stöðum nálægt höfninni,
undir beru lofti. Um mjólkina má taka það fram, að hún er sem
stendur seld að langmestu leyti í lausu máli, þar sem ekki eru fáan-
leg'ar flöskur, og tel ég þetta afleitt.
Vestmannaeijja. Minna en vera þyrfti.
E. Manneldisráð ríkisins.
Á árinu voru sett lög nr. 16 24. janúar 1945, um manneldisráð.
I ráðið voru skipaðir (9. febrúar 1945) auk landlæknis, sem er sjálf-
kjörinn forseti ráðsins, Jóhann Sæmundsson tryggingayfirlæknir,
Júlíus Sigurjónsson prófessor, Níels Dungal prófessor og Sigurður
Sigurðsson berklayfirlæknir. Ráðið ákvað „að leggja fyrst um sinn
aðaláherzlu á rannsóknir einstakra fæðutegunda, einkum vítamín-
rannsóknir, og var Júlíusi Sigurjónssyni falið að rannsaka C-víta-