Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 18
16
Patreksjj. Héraðsbúum, eins og öll seinni árin, farið fækkandi.
Að þessu sinni neinur fækkunin 26. Þó eru 26 fæddir lifandi og að-
eins 11 dánir innanhéraðs.
Bíldudals. Fólksfjöldi má heita standa í stað í héraðinu, en þó að-
eins fækkun. Dálítil fjölgun í kauptúninu, en hins vegar veruleg
fækkun í sveitum.
Flateyrar. Fólksfjöldi mjög svipaður og síðast liðið ár. Ungviðinu
fjölgar, en fólk á vinnualdrei flyzt í burtu. Af vinnufæru fólki, 16 ára
og eldra, eru yfir 20% gamalmenni, 67 ára og eldri, og fer þetta hlutfall
vaxandi og þykir illt.
ísafi. Fækkað í héraðinu um 58 manns. Þó fjölgaði í Isafjarðar-
kaupstað um 16 manns.
Ögur. Síðan héraðið varð til í þeirri mynd, sem það nú er (1933),
hefur fólkinu stöðugt verið að fækka. Mest var fækkunin 1934, 59
manns. Þessi fækkun er ekkert stríðsfyrirbrigði, því að fækkunin var
heldur xninni stríðsárin 6 en næstu 6 ár á undan. Fækkunin er ein-
göngu vegna burtflutnings, því að heldur fæðast þó fleiri en deyja
á ári hverju.
Hesteyrar. Fólkinu fækkar lxröðum skrefum.
Árnes. Fólki fækkar hér talsvert. Heilar fjölskyldur flytjast úr hér-
aðinu, og' jarðirnar leggjast í eyði. Auk þess þyrpist unga fólkið úr
héraðinu til atvinnu annars staðar á landinu, undir eins og síldar-
vinnu er lokið, enda er fátt fólk á bæjum annað en hjón með ung-
barnahóp.
Hólmavikur. Fólksfjöldi heldur aukizt á árinu.
Hvammstanga. Nokkur fólksfækkun, eins og undanfarin ár, vegna
brottflutnings.
Blönduós. Fólksfjöldi vaxið sem svarar rúmlega 1%, og hefur unn-
izt upp sú fækkun, sem varð næstu 2 árin á undan. Fjölgun þessi
kemur niður á kauptúnin bæði og sveitirnar vestan Blöndu, en í
sveitunum austan árinnar hefur fólki haldið áfram að fækka. Eyði-
býlum mun þó ekki hafa fjölgað þar, því að búseta var tekin upp
aftur á nokkrum jörðuin í stað þeirra, sem yfirgefnar voru, svo að
vega mun salt.
Sauðárkróks. Fólki hefur heldur fækkað á árinu, en þó með minna
móti. Kemur nú öll fækkunin á sveitirnar, en á Sauðárkróki hefur
aftur fjölgað unx 22, en þar fækkaði svo mjög í fyrra.
Hofsós. Fjölgað hefur lítils háttar í Hofsóssþorpi.
Ólafsfi. í héraðinu hefur fækkað um 4.
Dalvikur. Fólksfækkun í héraðinu stafar af burtflutningi úr Hrísey.
Akuregrar. Fólkinu fjölg'ar jafnt og' þétt í Akureyrarbæ, en fækkar
í sveitunum í kring.
Breiðumýrar. Fólkinu fækkar stöðugt.
Húsavikur. Fólki fjölgar í héraðinu, einkum í þorpinu. Barnkoma
með meira móti.
Kópaskers. Fólkinu fækkar í sveitunum á síðustu árum, og þar er
við'koman óeðlileg'a lítil (12,5%0 í Skinnastaðaprestakalli að meðaltali
5 síðustu ár), enda strejunir unga fólkið til bæjanna, og á vetrum
situr aðeins eftir roskið fólk og börn á rnörgum býlum. Aftur á móti