Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 257
255
beint til hins háttvirta bæjarráðs og tilkynna því í samráði við stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna og yfirlækna Landsspítalans, að frá næstu ára-
niótum mun Landsspítalinn telja sig knúinn til að hætta algerlega
nefndri slysastofustarfsemi og gera þess engan kost að taka við slös-
uðu fólki, nema fyrir fram sé beðið um vist fyrir það á sama hátt og
aðra sjúklinga, eða fyrir milligöngu almennrar slysastofu, sem hefði
með höndum að ráðstafa slösuðu fólki ti! vistar á sjúkrahús bæjar-
ins eftir reglum, sem þar um yrðu settar. En fyrir því geri ég hátt-
virtu bæjarráði aðvart um þetta, að ég vil ekki efast um, að það telji
sér skylt að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að firra bæjar-
búa vandræðum af þessum sökum, enda ætti að vera það kleift með
þeim fyrirvara, sem hér er til tekinn.
Að lokum vil ég taka fram, að mér er bæði ljúft og skylt að láta
i té alla þá aðstoð, sem mér er unnt, við frekari athugun þessa máls
og framkvæmdir í sambandi við lausn þess.1)
Um áætlun bæjarráðs Reykjavíkur um kostnað af rekstri
læknavarðstofu.
Bréf landlæknis til borgarstjórans i Reijkjavík 25. febrúar 1943.
Til svars bréfi yðar, herra borgarstjóri, dags. 10. þ. m., varðandi
áætlaðan kostnað fyrirhugaðrar læknavarðstofu hér í bænum, vil ég
taka fram um áætlunina, að engu líkara er en henni sé beinlínis
œtlað að snúa í villu hugmyndum manna um það, hvaða nýbreytni
frá núverandi skipulagi er um að ræða, þar sem inn í hana er felldur
ekki aðeins kostnaður bæjarins af næturbifreið lækna, sem haldið
befur verið úti í fjölda ára og ekki er gert ráð fyrir að breyta um til-
högun á, heldur og allur kostnaður sjúkrasamlagsins af næturþjón-
Ustu lækna, sem einnig hefur verið gert ráð fyrir, að haldist óbreytt,
að öðru leyti en því, sem næturvarðstofan mundi létta næturlækn-
unum þjónustuna, jafnframt því sem hún kæmi að almennari og ör-
Uggari notum. Það er mál út af fyrir sig, hve fjarri lagi þessi áætlaði
heildarkostnaður virðist vera, er hann nemur allt að 140 þúsund
krónum á ári, og er þó ekki um annað að ræða en nokkrar nætur-
ferðir eins læknis í bænum og aðgang hans að lækningastofu, þar sem
ein hjúkrunarkona situr við síma. Má til samanburðar geta þess, að
árið 1941 rak ísafjarðarkaupstaður 52 rúma sjúkrahús sitt, alltaf
nieira en fullt af sjúklingum, og námu öll útgjöldin á árinu 156 þús-
ond krónum, þar með talin öll læknishjálp, lyf, umbúðir, matur,
hjúkrun og hvað annað, er sjúklingar á sjúkrahúsi þarfnast. Enn
niá geta þess, að árið sem leið voru öll útgjöld Kópavogshælis (17
sjúklingar) 90—95 þúsund krónur, þar með talinn fatnaður sjúkling-
anna og ýmislegt annað auk þess, sem títt er, að sjúkrahús láti
sjúklingum i té.
1) Erindi þessu svaraði bæjarrá'ð á þá ieið að láta gera úr garði kostnaðar-
aíetlun um rekstur slysastofu, er nam ckki minna en kr. 11455.00 á mánuði,
°g „óx kostnaðurinn svo í augura, að það taldi frágangssök að hefja starfsemi
á þessum grundvelli, að þvi er ætla má á kostnað bæjarsjóðs að mestu leyti,
Wiðað við það, sem nú er.“