Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 62
60
Sa. brachii ............................... 1
— pelvis ................................ 1
— testis ................................ 1
— ani ................................... 1
— femoris ............................... 2
— calcanei .............................. 1
— inultiplex.................:........ 1
Angiomyosarcoma ........................... 1
Granulomatosis, leukaemiae etc............. 6
Tumor cerebri ............................. 5
— medullae .............................. 1
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Sjúklingum skrásettum í ársyfirliti með krabbamein og ill-
kynjuð æxli fer fjölgandi frá ári til árs. Eftir því, sem vitað er með
vissu, voru 96 sjúklinganna dánir í lok ársins.
Kleppjárnsreykja. 1 sjúklingur frá fyrra ári, maður á sjötugsaldri,
dó úr magakrabba. 1 nýr sjúklingur, kona um fimmtugt, með cancer
uteri, fór á spítala í Reykjavík.
Borgarnes. Gamall maður með cancer ventriculi fór til Reykjavíkur
og fékk nokkurn bata við uppskurð.
Ólafsvíkur. 1 lézt úr krabbameini.
Reykhóla. Grunur lék á um gamlan inann, að hann hefði cancer
coli, en ekki skrásetti ég hann.
Patreksfj. 3 sjúklingar eru skráðir í ársyfirliti með cancer. 1) Kona,
56 ára, kom til mín með algerlega óskurðtækan ca. ventriculi. Lá ör-
stutt í spítalanum, áður en hún dó. 2) Gömul kona á Barðaströnd. Mín
var heldur ekki vitjað til hennar, fyrr en rétt áður en hún dó. 3) Gam-
all maður með ca. prostatae inoperabilis. Lifði frain yfir áramótin.
Bíldudals. 1 kona, 66 ára, dó úr ca. ventriculi á árinu.
Flateyrar. Enginn vitjaði mín á árinu með krabbamein, en skömmu
fyrir áramótin vitjaði mín sjúklingur með öll einkenni heilaæxlis og
var sendur suður, en óvíst enn hverrar tegundar það er.
ísafj. AIls 10 skráðir í ársyfirliti, þar af 4 utan héraðs. 5 dóu, 1 batn-
aði, en hinir dvöldust í héraðinu yfir áramótin.
Ögur. 4 karlmenn, 54—75 ára, dóu fir krabbameini á árinu.
Hesteyrar. Ekkert tilfelli í ár.
Hólmavíkur. 1 sjúklingur skráður í ársyfirliti með cancer hepatis.
Dó á árinu.
Blönduós. Gerði óvenjulega lítið vart við sig, eða í 3 skipti alls,
öll í maga. Kona innan við sextugt var send til Reykjavíkur og skorin
þar með góðum árangri, en 2 karlmenn, annar rúmlega 50 og hinn
rúmlega 60 ára, dóu báðir, annar eftir uppskurð í Reykjavík, en hinn
hér í sjúkrahúsinu. Það vill löngum brenna við, að þessir sjúklingar
leiti ekki læknis fyrr en um seinan.
Sauðárkróks. Aðeins 2 sjúklingar skráðir á árinu, en hafa ekki
komið á mánaðarskrá. Annar, 65 ára kona með ca. mammae. Var
hún skorin hér á sjúkrahúsinu og siðan send til röntgengeislunar.