Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 104
102
á bein, en tætt sár. Sjúklingnum þegar gefnar súlfatölur og mor-
finsprauta. Fluttur í næsta hús, settur í extensio (heftipl.) og l>iíið
um sárið. G,efnar súlfatölur nokkra daga. Sárið greri eðlilega og
eins brotið. Lá í 8 vikur. Fract. patellae á áttræði konu. Þar eð hún
vildi ekki frekari aðgerð, var búið um brotið með heftiplástri, og
greri svo furðanlega, að þótt finnanlegt væri bil milli beinenda, hef-
ur það haldizt óbreytt síðan, og er henni fóturinn jafngóður sem hinn.
Fract. costarum 1.
Vestmannaeyja. 35 ára karlmaður: Járnstöng sló hann, þar sem
hann var að vinna með stönginni við ískvörn. Hauskúpa og háls-
liðir brotnuðu. Dó samstundis. Kona, 88 ára, skall á eldhúsgólf, kom
niður á vinstri mjöðm, hlaut af þessu fract. trochanterica sin. Barn,
IV2 árs: Combustio. Skall í pott með heitri feiti með hendur, vinstra
megin að olnboga (II. gr.). Flölcunarstúlka, 25 ára, skar í sundur
sinar úiusculi extensoris digitorum longi & brevis. Saumað saman.
Greri fljótt: Karlmaður, 45 ára: Fract. radii & ulnae sin. Var að vinna
við ísflutning, og lenti ísköggull á vinstra handlegg og braut hann.
Sjómaður, 50 ára: Commotio cerebri. Varð fyrir sjó, skall á höfuðið.
Ölvaður ofdrykkjumaður sló hendi í glerhurð, skar hægra handar-
bak og handarjaðar. Sjómaður, 40 ára: Fract. metacarpi I & II
complicata. Varð á milli keðju og toghlera. Sjómaður 43 ára: Fract.
costarum II & III sin. Sjór kastaði honum á stýrishjól. Piltur, 19
ára: Ambustio faciei. Var að bræða hvítmálm í deiglu, og gaus hann
upp i andlit hans og auga. Drengur, 10 ára: Fract. cruris dextri. Hljóp
fyrir bifreið. Sjómaður, 32 ára: Vulnus oris, fract. dentium. Toghleri
lenti á manninum, reif út úr vinstra munnviki og djúpt skarð í vinstri
vör. Tennur losnuðu og brotnuðu. Sjómaður, 38 ára vélstjóri: Fract.
radii dextri, vulnera contusa capitis & scapulae & thoracis. Lenti í
vélarreim, með hægra handlegg' og var nærri kominn í vélina. Sjó-
maður, 48 ára: Fract. costarum, contusio cruris sin., fract. fibulae
sin. Rann til í stiga við skipshlið og' skall á borðstokk skipsins.
27 ára verkamaður: Fract. ossium metatarsi II, III, IV & V pedis
sin. Var við útskipun á lýsistunnum. Skall tunna úr metershæð, og
lenti lögg hennar á vinstri rist. Karlmaður: 52 ára: Fract. tibiae
dextrae. Missteig sig. Karlmaður, 20 ára: Fract. ossis metacarpi V:
manus sin. Slóst vír á vinstra handarbak. Telpa, 2 ára: Fract. femoris
sin. Var að leika sér á tröppum og lenti á sleða með vinstra læri. Karl-
maður, 22 ára: Fract. baseos cranii, fract. olecrani dextri, fract.
malleoli sin. Var á bílpalli, skall úr bílnum, þegar sveigt var fyrir
götuhorn. Kona, 88 ára: Fract. radii sin. Hrasaði á gólfi. Karlmaður,
53 ára: Fract. scapulae sin., commotio cerebri. Var að mála olíugeyma,
skall niður af palli um 5 metra hæð, kom niður á vinstri öxl. Karl-
maður, 25 ára: Fract. tibiae. Var að læsa sig niður af þriðju hæð í
húsi í ónýtu snæri. Var óvart lokaður inni í herbergi sinu, en enginn
á hæðinni. Var kominn niður undir stétt, þegar snærið slitnaði. 45
ára karlmaður: Fract. radii dextri. Malarkampur losnaði, lenti á
skóflu, sem hann var með, er slóst í handlegg hans og braut hann.
Karlmaður, 45 ára: Commotio cerebri, fract. costarum, processus
transversi vertebrae lumbalis. Var að taka ofaníburð. Malarkambur