Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 145
143
niánuð á hverjum stað, og svo er það búið. Þetta er skipulagslítið
og stundum óhollt, því að margir þessara kennara vita ekki, hvað
má bjóða óþjálfuðu fólki. Það vantar hæfa íþróttakennara við barna-
skólana, sem jafnframt starfi fyrir iþrótta- og ungmennafélögin í ná-
grenni við skólana.
Boliingarvíkur. Sundlaugin var starfrækt einn mánuð að sumr-
inu til.
Hólmavíkur. íþróttalif er lítið eins og undanfarin ár. Einna helzt
er það skíðaíþróttin, sem iðkuð er, þegar færi hýðst.
Sauðárkróks. Leikfimskennari barnaskólans æfir einnig iþróttir
með ungu fólki, en dauft mun þó vera yfir íþróttalífinu eins og fyrr,
enda vantar tilfinnanlega íþróttavöll. Skíðaferðir voru lítið stund-
aðar, enda sjaldnast snjór nærri tii þess. Sundkennsla fer fram í
Varmahlíð fyrir barnaskólabörn á hverju vori. Axel Andrésson
dvaldist um tíma á Sauðárkróki og æfði boltaleik með börnum og' full-
orðnum.
Ólafsfi. Skíðanámskeið haldið á vegum iþróttafélagsins hér með
þátttöku barnaskólans eins og á undanförnum árum. Leikfimi kennd
við barnaskólann frá nýári til vors. Sundnámskeið fyrir barnaskóla-
börn í júlí og svo aftur hálfan mánuð í september. Auk þess 2 bað-
dagar í viku fyrir börnin, og synda þau þá, ef veður ieyfir. Námskeið
í sundi voru einnig haldin fyrir eldra fólk. Sundkennslan fór fram í
hinni nýju sundlaug, sem fullgerð var á árinu. Var hun vígð í júlí-
byrjun. Er það prýðilegt mannvirki. Sundþróin er 8X25 m, 90 sm djúp
i grynnri enda, en 2,5 m dýpst. Bygging er norðan þróarinnar með
álmum úr að austan og vestan, svo að skjól myndast við norðanátt.
í austurálmu er gufubað og steypiböð fyrir karla, í vesturálmu er
áhaldageymsla og steypiböð fyrjr konur. I aðalbyggingu að austan
eru búningsklefar fyrir karla með fataskápum, en að vestan eins iit-
búnaður fyrir konur. Þar á milli er anddyri með salerni og geymslu-
skáp, einnig kennaraherbergi. Vatnið i lauginni er að jafnaði 25—30°
heitt, og er það frárennsli úr miðstöðvum nokkurs hluta bæjarins.
Annars er bvggingin hituð upp með laugarvatni í beinu sambandi við
aðalleiðslu. Námskeið í knattspyrnu og handknattleik voru haldin
að haustinu.
Grenivíkur. Áhugi á íþróttum hefur heldur aukizt, sérstaklega fyrir
skíðagöngum, fótboita og sundi. íþrótta- og skíðakennari voru hér
um tíma síðast liðinn vetur. I fyrsta skipti í vor var hér kennt sund,
í sundlauginni í Gljúfurárgili og hún mikið notuð þar að auk allt
sumarið.
Húsavíkur. Íþróttalíf fjörugt hér. 1 barnaskólanum er kennd leik-
fimi að vetrinum til fyrir forgöngu íþróttafélagsins Völsungs. Svo
eru og skíðaferðir alls konar stundaðar að vetrinum til. Á vorin eru
stundaðar frjáisar íþróttir úti og bæði fótbolti og handbolti, Á hverju
ári eru haldin íþróttamót. Eitt vantar hér í sambandi við íþróttirnar,
en það er sundiaug, og er það eitt af aðaláhugamáium íþróttafröm-
uðanna hér og alltaf unnið að því, enda er ekki ólíklegt, að hér megi
gera heita sundiaug, og það, sem meira er, ef til vill hita alla Húsa-
vík upp með vatni, sem er hér undir og rennur fram allt að 70° heitt.