Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 255
253
— og reyndar utan Reykjavíkur, þó að fyllilega sambærileg kjör og'
vinnuskilyrði séu í boði.
8. Með tilvisun til þess, sem að framan segir, þykir mér eðlilegast,
að frumvarpið verði afgreitt með rökstuddri dagskrá, sem mætti
hljóða einhvern veginn á þessa leið:
í trausti þess að heilbrigðisstjórnin gefi gaum hugmyndum
þeixn, sem felast í frumvarpinu, og stuðli að framkvæmd þeirra
samkvæmt þegar giidandi lagafyrirmælum, að svo miklu leyti
seni henta þykir eftir staðháttum og öðrum aðstæðum, tekur
deildin fyrir næsta mál á dagskrá.1)
VIII. Læknavarðstofa (slysastofa) í Reykjavík.
Um nauðsyn á almennri slysastofu í Reykjavík.
Bréf hmdlæknis iil Rauðakross fslands 1. október 1941.
Ég staðfesti hér með samtal mitt í dag við formann yðar um, að
Rauðakrossinn léti til sín taka tilfinnanlegan skort á almennri slysa-
stofu fyrir Reykjavík. Er orðin slík aðsókn að Landsspítalanum af
alla vega slösuðu fólki, meðal annars því, senx á spitala á ekkert er-
indi, að því verður engan veginn sinnt með annariá síaukinni aðsókn
að spítalanum, auk þess sem það spillir þar tilfinnanlega fiáði og góðri
reglu, en algerlega utan við verksvið spítalans að taka að sér slíka
starfsemi fyrir bæinn. Eru það einlæg tilmæli mín, að Rauðakrossinn
athugi möguleika á því og leiti til þess aðstoðar bæjai-yfirvaldanna,
Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Læltnafélags Reykjavíkur að koma
upp hæfilegri slysastofu sem næst miðbænum, er opin sé fyrir al-
menning nótt og dag. Er þörfin á slíkri ráðstöfun sérstaklega brýn
vegna tillcomu setuliðsins, aðstreymis fólks til bæjarins, margfaldrar
vinnu daga og nætur og þrengsla á götum og vegum, sem allt hefur
í för með sér stóraukna slysahættu.
Nánari tillögur um rekstur slysastofu.
Bréf landlæknis til Rauðakross íslands 24. janúar 1942.
í framhaldi af bréfi mínu, dags. 1. okt. f. á., varðandi nauðsyn á
slysastofu í Reykjavík og í sambandi við það, að ég hef orðið var við
hugmyndir um, að vandræði þessi verði aðeins leyst með svo mikils
háttar stofnun, að ég hef enga von um, að slíkt komist til framkvæmda
á næstunni, vil ég hér með stinga upp á fyrirkomulagi, er ég tel við-
unandi úrbót til bráðabirgða, einkum ef því yrði komið á mjög
skjótlega.
1) Héraðshælahugmyndin var síðar afgreidd af Alþingi með þvi að gera þá
Iireytingu á sjúkrahúsalögunum að hækka nokkuð framlag ríkissjóðs til sjúkra-
hús-, sjúkraskýlis- og iæknisbústaðabygginga svcitarfélaga, annarra en hæjar-
félaga, sbr. neðanmálsgrein á bls. 246 hér að framan.