Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 87
85
í skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XIV) eru taldir
þessir fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 14, alvarlega föst
fylgja (sótt með hendi) 8, fylgjulos 7, meira háttar blæðingar 26,
fæðingarkrampar 3, grindarþrengsli 10, þverlega 7 og framfallinn
lsekur 5.
Á árinu fóru fram 45 fóstureyðingar samkvæint lögum, og er gerð
grein fyrir þeim í töflu XII. Hér fer á eftir
Yfirlit
þær fóstureyðingar (17 af 45, eða 37,8%), sem voru framkvæmdar
meðfram af félagslegum ástæðum.
Landsspítalinn.
1. 26 ára óg'. saumakona i Reykjavík. Vanfær í fvrsta sinn og
komin 7 vikur á leið. íbúð: I herbergi með annarri stúlku.
Fjárhagsástæður lélegar.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum duplex. Pneumothorax arti-
ficialis bilateralis.
Félagslegar ástæður: Eigi hún að ganga með barni, verð-
ur hún að hverfa til ættfólks síns uppi í sveit, þar sem umhent
er að halda við loftbrjósti hennar.
2. 19 ára g. sjúklingi i Reykjavík. Vanfær í fyrsta sinn og komin
9 vikur á leið. Ibúð: Býr hjá systur sinni í tveim herbergjum,
en systirin er gift og á 2 börn. Fjárhagsástæður frekar lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Pneumothorax artificialis.
Félagslegar ástæður: Erfiðar heimilisástæður.
3. 43 ára g. bónda í Dalasýslu. Ekki greint, hve langt komin á leið.
5 börn, og 3 fósturlát á 13 árum. Börnin munu vera í umsjá
konunnar. íbúð: Torfbær, mjög lélegur. Hjcmin einyrkjar og
fjárhagsástæður frekar lélegar.
Sjúkdómur: Depressio mentis psychogenes.
Félagslegar ástæður: Fátækt. Léleg húsakynni. Fólksleysi.
4. 27 ára g. á Akranesi. Atvinnustétt ekki greind. 4 fæðingar og 1
fóstureyðing á 7 árum. Koinin 9 vikur á leið. 4 börn (7, 5, 3 og
8/12 árs) í umsjá konunnar. íbúð: 3 herbergi og eldhús. Fjár-
hagsástæður ekki greindar.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Ómegð. Skortur hiishjálpar.
5. 19 ára óg. sjúklingur í Reykjavík. Vanfær í fyrsta sinn og komin
8 vikur á leið. íbúð: 2 herbergi og eldhús; býr með móður sinni,
sem er ekkja. Fjárhagsástæður: Á framfæri móður sinnar.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Fátækt.
6. 26 ára óg. í Reykjavík. Atvinnustétt ekki greind. Vanfær í fyrsta
sinn og komin 8 vikur á leið. íbúð: Ásamt 8 manns í 3 her-
bergjum. Fjárhagsástæður slæmar. Nýtur hjálpar aldraðra for-
eldra.