Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 133
131
aðeins uin 24. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á íbúðarhúsnæði er
ástandið eigi betra en svo, að við athugun, sem gerð var snemma á
árinu 1946, voru 24 fjölskyldur taldar búa í heilsuspillandi húsnæði.
Yfir þetta fólk, sem flest er snautt, hefur bæjarstjórn ákveðið að
byggja á næstu 4 árum. Viðhald eldri húsa er gott. Þrifnaður og um-
gengni stórbatnar með rýmra og betra húsnæði og bættum efnahag,
því að fólk er hér í eðli sínu þrifið, þó að einstaka svartir sauðir
finnist innan urn.
Ögur. Byrjað var að byggja upp á 2 bæjum. Viðhald húsa sæmi-
legt. Þrifnaður góður og fer batnandi.
Hesteyrar. Engar nýbyggingar og viðhald húsa slælegt, enda eru
flestir að hugsa um að komast í burtu. Á Hesteyri standa nú orðið
mörg góð íbúðarhús auð og tóm.
Árnes. Lítið byggt af nýjum íbúðarhúsum. Salerni óvíða, helzt
forar- eða kaggasalerni. Fólk virðist vera að rumska í þessum efnum,
og nokkrir eru að koma upp hjá sér vatnssalernum. Flest fólk fer
hjá sér, þegar vísa þarf ókunnugu fólki á meira og minna óþrifalega
kamra.
Hólmavíkur. Nokkur steinsteypuhús allg'óð byggð á árinu, einnig
uokkur með asbest- eða trétexeinangrun að utan og innan. Þrifnaður
utan húss fer heldur batnandi. Lús og nit gengur illa að uppræta, og
er meira hugsað um að losa stórgripi við óþrif heldur en menn.
Hvammstanga. Húsakynni mjög misjöfn, sums staðar allgóð, en
annars staðar næsta léleg. Af öllum hreppum héraðsins ern jafn-
beztar byggingar í Bæjarhreppi. Þrifnaði ábóta vant víða, lús, salerna-
leysi o. s. frv. Aftur er þrifnaður sums staðar í bezta lagi, og mun
þetta yfirleitt fara batnandi.
Blönduós. Húsakynni fara batnandi. 1934 munu hafa verið stein-
hús á um 35 býlum, en nú eru þau rúmlega tvöfalt fleiri. Sums staðar
hefur þó aðeins verið byggður upp hluti bæjarhúsanna. Auk þess
hafa á þessum árum verið byggð í sveitum nokkur hús, sem að mestu
leyti eru úr timbri, en enn er meira en helmingur allra bændabýla
í Austur-Húnavatnssýslu torfbæir, því að tala þeirra er um 100, en
alls eru nú 186 byggð býli í héraðinu. Á Blönduósi var lokið við bygg-
ingu 2 allg'óðra íbúðarhúsa, og nokkur voru byggð í Höfðakaupstað,
flest fremur smá, enda er húsnæðisekla þar.
Sauðárkróks. Húsakynni fara heldur batnandi, þó að hægt fari.
Lokið mun hafa verið við smíð 4 íbúðarhúsa á Sauðárlcróki, og 7—8
eru í smíðum. í sveitinni hefur minna verið byggt, en þó alltaf eitt-
bvað. Mun nú meira en áður vera hugsað um góðan frágang á hús-
um. Þrifnaði sem áður ábóta vant, bæði utan húss og innan, en mið-
ar þó í rétta átt með bættri afkomn fólks. Miklum óþrifnaði veldur
á Sauðárkróki, hve mikið er af fjósum og' öðrum gripahúsum innan
um íbúðarhúsin. Þyrfti helzt að koraa þeim í burtu.
Ólafsfi. Að mestu iokið við smíð 5 nýrra steinhúsa og byrjað á
tveimur. Húsnæðisvandræði eru töluverð, þótt ekki sé. um neitt að-
streymi fólks að ræða. Gengur illa fyrir ungu fólki, er stofnar heimili,
að fá íbúðir. Auk þess eru margar íbúðir þröngar og lélegar. Utanhúss-
þrifnaði er mjög ábóta vant.