Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 248
246
Læknisbústaður á Vopnafirði ............. .... kr. 300 000 00
— í Bakkagerði .................. — 300 000,00
— á Breiðabólsstað .............. — 300 000,00
Samtals kr. 13 600 000,00
Ég slumpa á að bæta við þessa fjárhæð 1400 þúsundum lcróna til
aðgerðar á gömlum sjúkrahúsum og læknisbústöðum, og nær fjár-
hæðin með því 15 milljónum króna. Hluti ríkissjóðs (%) nemur þá
6 milljónum.1 2) Ef haldið yrði uppteknum hætti, að ætla á fjárlögum
um eina milljón á ári til þessara framkvæmda, stæði ekki á ríkis-
sjóði, að þeim mætti verða lokið á sex árum, og ætla ég það viðunandi,
en ekki meira.
5. Kröfur hafa verið uppi um aukin framlög ríkisins til sjúkrahúsa-
og læknisbústaðabygginga sveitarfélaga, sem lengi hafði verið ólög-
bundin hefð að styrkja að y3. Þessar kröfur gengu um tíma jafnvel
svo langt, að hátt var látið um, að ríkið tæki á sig allan kostnað af
byggingu og rekstri allra sjúkrahúsa í landinu og fyrst og fremst
stærstu sjúkrahúsanna i hverjum fjórðungi landsins utan Sunnlend-
ingafjórðungs, þ. e. á Isafirði, Akureyri og sambærilegu sjúkrahúsi
á Austfjörðum. Til móts við þessar kröfur var gengið með fyrr nefnd-
um lögum nr. 33/1945, er Iögbundu framlög ríkissjóðs við % kostn-
aðar nema til hinna svo nefndu fjórðungssjúkrahúsa %. En örðugt
hefur mér veitzt að láta ráðuneytinu skiljast, að jafnframt því senr
það hér eftir heimilar sveitarfélagi sjúkrahús- eða læknisbústaðar-
byg'gingu, skuldbindur það ríkissjóð til að standa skil á lögboðnu
framlagi, sem ekki var um að ræða, áður en nefnd lög voru sett. Auk
þess hefur sjúkrahúsunum á Akureyri, ísafirði, Siglufirði, Seyðis-
firði og Vestmannaeyjum verið veittir á fjárlögum síðan 1943 lítils
háttar rekstrarstyrkir til uppbóta á halla vegna viðskipta við utan-
sveitarsjúklinga. Ég hef talið og tel óhagkvæmt og reyndar gersam-
lega forsjárlaust að víkja frá þeirri reglu, að sveitarfélögin beri veru-
legan hluta af stofnkostnaði sjúkrahúsa sinna, enda hafi eignarhald
á þeim og í sínum höndum rekstur þeirra. Er ekki eingöngu, að með
því eina móti er hugsanlegt nokkurt aðhald um kröfur á hendur
rikissjóði um byggingar og að gætt sé ráðdeildar um rekstur, heldur
yrði það vafalaust til að hnekkja framkvæmdum í þessum efnum úti
um landið, ef allt ætti að sækja út úr sveitarfélögunum. Áhugi og
fórnfýsi heima fyrir á hverjum stað, þar sem þörfin segir bezt til
sín, hafa til þessa orkað mestu um framkvæmdirnar. Ef sá áhugi
og sú fórnfýsi hefði ekki fengið notið sín, er fullvíst, að mörg stofn-
unin, sem upp hefur verið komið og gegnt miklu hlutverki, hefði
lengi látið bíða eftir sér. Svo að ég nefni dæmi, er ég sannfærður um,
að dregizt hefði í tvo áratugi að koma upp sjúkrahúsi á ísafirði á
borð við það, sem reist var þar 1925, ef bíða hefði átt eftir frarn-
1) Hér áætlaður hlutfallslegur kostnaður ríkissjóðs hælckar í samræmi við
ákvæði laga nr. 24 20. apríl 1949, um brcyting á iögum nr. 33 12. febrúar 1945,
um breyting á lögum nr. 30 19. júni 1933, um sjúkrahús o. fl. Samkvæmt þeim
lögum hækkar framlag ríkissjóðs til sjúkrahús-, sjúkraskýlis- og læknisbústaða-
hygginga sveitarfélaga, annarra cn bæjarfélaga, úr % byggingarkostnaðar upp í %.