Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 19
17
vex íbúatalan á Raufarhöfn, og þar er viðkoma eðlileg (23,G%0 að
meðaltali á 5 síðustu árum).
Þórshafnar. Enn fækkar fólki í héraðinu. Náði fækkunin á þessu
ári einnig til Þórshafnar, en þar hafði heldur fjölgað undanfarið.
Vopnafi. Þrátt fyrir sæmilega afkomu í héraðinu hefur fólkinu þó
fækkað tilfinnanlega á árinu. Ung'a fólkið streymir burtu til Reykja-
víkur, Akureyrar og útgerðarþorpanna við Faxaflóa, og eldra fólkið
fer fljótlega á eftir.
Egilsstaða. Fólki fækkaði, enda talsvert um fólksflutninga úr hér-
aðinu.
Búða. íbúum héraðsins fækkaði á árinu. Fælílvunin er eingöngu
í sveitunum.
Djúpavogs. Fólkinu fælvkaði í kauptúninu, en stóð nokkurn veginn
í stað í sveitunum.
Hafnar. íbúum í Hafnarlcauptúni fjölgar um það, sem fæklcar í
sveitunum.
Breiðabólsstaðar. Enn fækkar nokkuð í liéraðinu, og kemur fækli-
unin öll á Þykkvabæjarklaustursprestakall, en í Kirkjubæjarklaust-
ursprestalvalli fer aðeins fjölgandi.
Egrarbakka. Fóllxi fækkar hér ört, að því er virðist. Ungt fólk flytur
burt vegna atvinnusltorts. Manndauði allinikill, þar eð mikill hluti
ibúanna er aldrað fólk. Barnltoma lítil af sömu ástæðum.
Laugarás. Fólkinu f ækkar heldur.
Keflavíkur. Talsverð fólksfjölgun. Sælvir fóllx liingað úr ýmsum átt-
Um, einkum til Keflavíkur, vegna góðra atvinnuskilyrða og auldns
útvegs. Eitt þorp, Hafnir, er þó i afturför, hvað þetta snertir. Þar
fekkar fóllcinu frá ári til árs.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Þó að einstalva liéraðslæknar telji árið kvillasamt i meira lagi, eru
íleiri þeirrar skoðunar, að sóttarfar liafi verið með minna móti, og
n,un svo hafa verið yfirleitt, enda gætti litið faraldra aðvífandi sótta
°g þeirra farsótta annarra, sem gera sér verulegan áramun. Hin eina
llndantekning, sem noklviið Jvvað að, er allútbreiddur mænusóttarfar-
aldur síðara misseri ársins. Vitnisburður um sóttarfar með minna
móti er það, að dánartala ársins er liin lægsta, sem nokliurn tíma
hefur verið slvráð.
Læknar láta þess getið:
Bvík. Heilsufar í lalílegu meðallagi. Kvað talsvert að ýmsum far-
sóttum, svo sem liálsbólgu, iðrakvefi, mænusótt, stingsótt og kik-
hósta.
Kleppjárnsregkja. Heilsufar í meðallagi. Engar miklar farsóttir og
ekkert mannslát af völdum farsótta.
Búðardats. Heilsufar yfirleitt gott síðustu mánuði ársins, sem
héraðslæknir sá, er skýrsluna gerði, gegndi héraðinu.
3