Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 234
232
í Kópavogi þegar í sumar skáli fyrir 9—12 fullorðna fávita karlmenn,
og verði hann settur niður með hliðsjón af því, að Ivópavogi verði
smátt og smátt breytt í fullkomið fávitahæli. Fallist ráðuneytið eftir
frekari athugun á þá framtíðarskipun, leyfi ég mér að benda á, að
vel væri varið til slíkrar stofnunar andvirði og sjóði Laugarnesspítal-
ans. Efast ég ekki um, að hinir dönsku Oddfelíowar munu samþykkja
þá ráðstöfun fjárins, að svo miklu leyti sem þá varðar, en sjálfsögð
kurteisisskylda er að ráðstafa ekki andvirði spítalans án samþykkis
þeirra.
III. Sóttvarnar- og farsóttahús.
Um óhæf húsakynni sóttvarnarhúss ríkisins, Farsóttahúss Reykja-
víkur og heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík
og hvernig úr megi bæta.
Bréf landlæknis til dómsmálaráðnneytisins 17. janúar 1940.
Ég leyfi mér hér með að vekja athygli ráðuneytisins á eftirfar-
andi þremur atriðum varðandi heilbrigðismál, sem krefjast bráðrar
lagfæringar:
1. Sóttvarnarhús í'íkisins er mjög úr sér gengið, þannig að það
verður ekki hresst við nema með ærnum kostnaði og aldrei svo, að
það verði boðlegt sóttvarnarhús. Hefur það þegar lengi verið til van-
sæmdar fyrir ríkið.
2. Heilsuverndarstöðin í Reijkjavík má heita húsnæðislaus, miðað
við hina stórkostlega auknu berklavainarstarfsemi, sem þar er rækt
hin síðustu ár.
3. Farsóttahús Reykjavikurkaupstaðar er óhæft sjúkrahús, ekki
sízt fyrir barnafarsóttir og berklaveiki undir sama þaki, og hefði því
fyrir löngu átt að vera lokað.
Ég sting upp á að leysa öll þessi vandræði í einu og á þenna hátt:
Reist verði á Landsspítalalóðinni farsóttahús, er jafnframt sé sótt-
varnarhús gegn erlendum sóttum. Leitað verði eftir stuðningi Reykja-
víkurbæjar við að koma húsinu upp gegn því, að Landsspítalinn annist
síðan rekstur þess, en Reykjavíkurbær greiði ákveðið daggjald með
farsóttasjúklingum úr bænum (hann hefur fyrir löngu tekið upp þá
góðu reglu að ljá slíkum sjúklingum ókeypis vist í farsóttahúsi
sínu). Kennaraskólahúsið verði selt heilsuverndarstöðinni, sem væri
ákjósanlegur aðsetursstaður fyrir hana, en kennaraskólanum fengið
húsnæði í háskólabyggingunni, sem ætti að vera hægðarleikur. Ef
Reykjavíkurbær féllist á að láta sem svaraði andvirði farsóttahússins
í Þingholtsstræti renna til þessara ráðstafana, sóttvarnarhús ríkis-
ins ásamt lóð þess- yrði selt og heilsuverndarstöðin greiddi handbært
fé sitt upp í kaupverð kennaraskólahússins, ætti nægilegt fé þegar
að verða fyrir hendi til að reisa hæfilegt farsótta- og sóttvarnarhús,
að því óg'leymdu, að í sóttvarnarsjóð, sem samkvæmt lögum á að