Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 99
97
undir sér vinstra fót. Enn fremur nokkrir smávægilegir skurðir og
skrámur. Einnig lítils háttar brunaslys.
Hólmavikur. 1 dauðaslys: Maður var að ríða Grjótá í vexti, datt
af baki, lenti úti í sjó, og fannst líkið ekki. Bíll með 2 mönnum í
húsi og 3 á palli ók fram af hafskipabryggju. Þeir, sem inni voru,
voru tæpt komnir, en allir björguðust þó með aðstoð annarra. Fract.
antibrachii 1: datt af þaki; costae 2, femoris 1: datt á sldðum; ossis
pubis 1: á hestbaki, hjóst á hnakknefi; supracondylica humeri 1:
datt af baki; ambustio antibrachii 1, cruris et pedis 1, manus duplex
I, þessir 3 af sjóðandi vatni; oculi 1, manus 1, þessir 2 af hráolíu;
regionis glutealis bilateralis 1: datt í sjóðandi vatnspott. Commotio
cerebri 2: 1) datt ofan stiga, 2) fiskpakki lenti á höfði. Corpus
alienum manus et digiti (öngull) 1, nasi (fiskur) 1, oesophagi
tfiskbein) 1, oculi (oddlaga smergilkorn) 6. Vulnera puncta, incisa
et dilacerata 32. Distorsiones et contusiones 15.
Hvammstanga. Slysfarir nokkrar, en flestar smávægilegar. Corpora
aliena oculi 6. Fract. antibrachii 2. Lux. mandibulae 1: 53 ára gamall
maður geispaði svo duglega, að hann íor úr kjálkaliðnum báðuni
megin. Ambustio 2, vulnera inscisa 2, contusa 4: 56 ára gamall maður
var að herfa með spaðaherfi. Aktaumarnir flæktust í spaðana, en
bragð var um þumalfingur v. handar, og herti svo að, að fremsti
köggullinn slitnaði af um liðinn.
Blönduós. Beinbrot 12, liðhlaup 1 (lux. humeri), liðatognanir 3,
brunar 3, benjar 28, mör 10. Brotin voru á viðbeini 2, rifjum 3, upp-
handlegg 1, vendilegg 2, sköflungi og sperrilegg 1, og var það opið
brot, sem dró til dauða á þann hátt, að maðurinn, sem var um sex-
tugt, fékk blóðtappa upp í lungnaslagæð og varð bráðkvaddur eftir
3 vikna legu á sjúkrahúsinu. Auk þess komu fyrir 2 opin brot á
fingrum, sem kostuðu aflimun um hnúa. Auk þessara meiðsla þurfti
alloft að gera að aðskotahlutum, einkum í auga.
Sauðárkróks. Slys alls skráð 154. Fract. costae 3, radii 3 (2 við
fall og 1 við að setja í gang bíl), claviculae 1 (féll af hestbaki, drukk-
inn), metatarsi 1, pateílae 1 (7 ára telpa, datt úti), humeri 1, anti-
brachii 1, vulnus sclopetarium femoris 1 (við að skjóta kind),
incisum antibrachii & ruptura tendinis flexoris carpi radialis 1 (fór
með hendi gegnum rúðu, drukkinn). Dauðaslys voru engin á árinu.
Hofsós. Fá slys hafa orðið á árinu. Fract. antibrachii 1, femoris
1 og auk þess smávegis vulnera og distorsiones.
Ólafsfj. Um 100 slys skrásett, flest mjög smávægileg. Fract. cruris
1 (maður var að logsjóða benzíngeymi úr bíl, varð sprenging, og cin
hliðin þeyttist úr honum á fótlegg mannsins, og brotnuðu bæði bein
neðan hnés), vertebrae lumbalis I 1 (kona var að taka þvott af
snúru, en datt á rassinn á hálku), radii 1, dentium 1, claviculae 1,
tibiae 1, costae 1. Lux. humeri 1. Vulnera dilacerata 19, incisa 12,
contusa 20, puncta 2, vulnus penetrans antibrachii 1 (telpa var að
leika sér í herbergi, þar sem maður var að vinnu og hafði lampaglas
á gólfinu; bárnið datt á glasið, og' rakst oddur glersins í upphandlegg
medialt og út lateralt, gegnum subcutis). Praecipitatio 1 (maður var
að vinnu í grjótnámu hafnargerðarinnar, er var orðin margar mann-
13