Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 79
77
7 ára gamlir, heltust vir lestinni: Annar veiktist af berklum rétt eftir
nýárið, lá í nokkrar vikur — fór ekki í skóla aftur fyrr en sumra tók
og óhætt þótti — hinn lærbrotnaði á skólagrundinni, í annað sinn,
því að hið sama hafði hent hann árinu áður. Berklapróf (percutan,
Vollmeer) var gert á öllum nemendunum og kennurum skólanna, og
þeir, er jákvæðir reyndust, sendir til gegnlýsingar. Skólaskoðunin
leiddi í ljós hina algengu kvilla skólabarna fyrst og fremst. Fáein
voru send til augnlæknis, stúlka með klofinn góm til Snorra læknis
Hallgrímssonar, og flestum þeim, er höfðu skemmdar tennur, var
sagt að leita tannlæknis hið allra fyrsta, og kennararnir beðnir að
stuðla að því, að þeim fyrirmælum væri hlýtt. Nokkur börn voru
kviðslitin, en ekki svo, að bráðrar aðgerðar væri þörf. Að sjálfsögðu
var reynt að bæta þá kvilla, er í I jós komu, eftir því sem við varð
komið (tanndráttur o. fl.).
Akureijrar (978). í barnaskólunum utan Akureyrar (280 börn)
voru helztu kvillar, aðrir en þeir, sem koma á töflur, þessir: Sjón-
gallar 13 börn, stórir kokeitlar 37, eitlaþroti 10, hryggskekkja 5, of
mögur 7, kvefhljóð við hlustun 7, liðagigt 1, nárakviðslit 1, málhelti 1,
langvinn eyrnabólga 1, blæðing úr tannholdi 1, vansköpuð hægri
hönd 1 og dverg'vöxtur 1.
Grenivikur (48). Lítillega stækkaðir kokeitlar 20, smáeitlar á hálsi
22, hryggskekkja 1, adipositas 1, hálsbólga 1 og kvef 1. Mikið hefur
áunnizt með útrýmingu lúsarinnar. þó að enn sé henni ekki útrýmt
með öllu.
Dreiðumijrar (105). Mikið bar á tannskemmdum og eitlaþrota. Varð
ekki var við neina næma sjúkdóma. Berklapróf kom aðeins út á 2 börnum.
Iiúsavikur (250). Börnin lita yfirleitt vel út og eru hraust. Eins
og vant er, gætir eitlaþrota nokkuð i sambandi við skemmdar tennur.
Kópaskers (133). Hypertrophia tonsillaris 26 (þar af 21 á Rauf-
arhöfn). Hálseitlar höfðu verið teknir úr 5 hörnum. Eitlaþroti á hálsi
(mikill) 2. Heyrnarleysi (annað eyra) 1. Myopia 2, strabismus con-
vergens 1, missmíði á bi’jóstkassa (rachitidis sequelae) 3, pes planus
5, otitis media acuta suppurativa 2, scrophulosis 1, skemmdar tenn-
ur 104 í 43 börnum, epulis 1, hjartasjúkdómur 1, adipositas 1.
Þórshafnar (119). Engu barni vísað frá vegna veikinda. Tann-
skemmdir og lús fara heldur minnkandi. Stækkaðir hálseitlar fund-
ust í 27, stækkaðir eitlar í axiila 13, eitlaþroti 4, sjóngallar 7, hrygg-
skekkja 2.
Vopnafj. (67). Af 41 barni í barnaskólanum í Vopnafirði höfðu
29 mikið eða verulega skemmdar tennur, en 2 lítið slcemmdar, lús
eða nit 6, mikinn kokkirtlaauka 7, lítilfjörlegan kokkirtlaauka 2,
lítilfjörlegan eitlaþrota á hálsi — caries, pediculosis capitis — 10,
í'achitidis sequelae 3, cystis subhyoidea 1, anaemia 1, föl yfirlitum 4,
jákvætt berklapróf 2, eczema & excoriationes cutis 2. Holdafar laus-
lega áætlað þannig: Ágætt 13, gott 13, miðlungs 11, laklegt 4. Af 26
börnum í farskólanum í Vopnafjarðarhreppi liöfðu 6 verulega
skemmdar tennur, 1 lítið skemmdar tennur, liis eða nit 1, mikinn
kokkirtlaauka 1, lítilfjörlegan kokkirtlaauka 2, lítilfjörlegan eitla-
þrota á hálsi — caiúes, pediculosis capitis — 9, rachitidis sequelae 3,