Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 47
45
Þórshafnar. Talsvert mörg tilfelli í janúar, öll væg og án fylgi-
kvilla.
Vestmannaeyja. Gerði nokkuð vart við sig í haust (eingöngu skráð
í janúar) á börnum og unglingum.
Laugarás. Varð vart.
Keflavíkur. Var hér viðloðandi mest allt árið, en væg og duttlunga-
full og gerði engum mein.
Auk framangreindra sótta geta læknar um þessar bráðar sóttir:
Angina Plaut-Vincent: í Reykjavík er eins og að jafnaði getið all-
margra tilfella, 24 alls (í öllum mánuðum nema júlí). Þau skiptast
i flokka eftir aldri og kynferði, sem hér segir: 10—15 ára: 1: 15—20
ara: m. 4, k. 5; 20—30 ára: m. 6, k. 4; 30—40 ára: m. 3; 40—60
ára: k. 1.
Choriomeningitis lymphatica acuta:
Akranes. í desember skráð 2 tilfelli. Af því að veiki þessi hefur
ekki verið skráð hér fyrr, og af því að greining er e. t. v. óviss, þykir
rétt að geta þessara tilfella nánar. 11 ára drengur fékk skyndilega
mikinn höfuðverk og svírastirðleika, uppsölu, dermographismus,
photophobia. Kernig -þ. Sótthiti allt að 39°. Mænustunga: Mikið
aukinn þrýstingur. Pandi Sellur 900/3. Vökvi annars tær. Létti
við mænustungu. Allir reflexar eðlilegir. Meðferð: Mænustunga á ný,
injectio penicillini og súlfalyf, en það hafði engin áhrif á hitann.
Veikin stóð í % mánuð. Bati. Kona 20—30 ára. Sótthiti 39°. Eymsli
á sinus frontalis. Patellarreflextar daufir. Dermographismus. Kernig
~. Mænustunga: Þrýstingur dálítið aukinn. Sellur 180/3. Pandi -þ.
Engin lyfin gefin. Bati.
Encephalitis:
Reijkhóla. 11 ára piltur fékk, að því er virtist upp úr iðrakvefi,
encephalitis með spastiskum lömunum, sem komu í köstum og tóku
fyrir vissa parta líkamans í senn og með mislöngu millibili, frá 3
vikum og' upp í ca. 5—6 mánuði. Alls mun hann hafa fengið 5 köst
á tæpu ári. Var hann nú í sumar (1946) fluttur í Landsspítalann til
rannsóknar og lækningatilrauna.
Bolungarvikur. 6 ára barn fékk encephalitis. Var flutt á sjúkrahús
ísafjarðar og læknað með pensilíni.
ísajj. 1 tilfelli. Batnaði við pensilín.
Erythema infectiosum: 3 sjúklingar í Húsavíkurhéraði i júní.
Húsavíkur. í júní komu fyrir nokkur tilfelli af þvi, sem ég kallaði
erythema infectiosum. Var útlit sjúklinganna einna líkast mislinga-
útbrotum, en víst var, að ekki gat verið um mislinga að ræða, því að
einn sjúklingurinn hafði fengið mislinga. Ekki voru þeir á saina
heimili og ekki hægt að rekja samband á milli þeirra.
Myositis epidemica:
Húsavíkur. í nóvember—desember gekk hér faraldur á börnum og
unglingum með háum hita, bólgu í vöðvum, á thorax og kviðarvöðv-
um. Ekkert var að heyra í lungum eða brjósthimnum þessara sjúk-
linga, og melting og hægðir voru i lagi. Bvrjaði bólgan oftast í kviðar-
vöðvum og færðist upp í thorax. Enginn roði var á húðinni. Bólgan