Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 54
52
engin ný smitun fundizt í börnurn á þessu ári, enda mun nú enginn
smitberi vera til hér. Þeir, sem verið hafa undir eftirliti að fyrir-
sögn berklayfirlæknis, hafa samvizkusamlega hlýtt öllum fyrirskip-
unum, en virðast allir vera óvirkir nema einn. Hann gengur hér um
hóstandi, en að öðru lejdi ekki veikur. Hefur tvisvar farið til Reykja-
víkur og þrisvar til ísafjarðar, í öll skiptin með hátíðleg loforð um
að láta gegnlýsa sig, en sveik í öll skiptin. Hráki hans hefur iðulega
verið skoðaður i smásjá, en berklasýklar ekki fundizt. Frá Súganda-
firði hefur enginn farið í sjúkrahús á þessu ári vegna berklaveiki.
Virðast aðgerðir berklayfirlæknis 1944 hafa valdið hér straum-
hvörfum, og munar nú smám sarnan í áttina til betra ástands í þess-
um málum þar, en það er þó fjarri því að vera gott enn þá. Súgfirð-
ingar eru nú áhugasamir í baráttu sinni við berklana, og gefur auga
leið um það, hversu það léttir starfið. Nýsmitanir innan skólaaldurs
hafa fundizt 4, og eru þær í nánasta umhverfi J. V-sonar, sem send-
ur var á Vífilsstaði í árslok 1944. Berklapróf skólabarna í héraðinu
leiddi í Ijós 6 nýsmitanir, aliar i Súgandafirði, 4 á börnum á fyrsta
skólaári, en 2 á skólabörnum, sem áður höfðu verið neikvæð, og lá
annað þeirra i pleuritis síðast liðið vor.
Bolungarvíkur. Berklaveikin virðist hér í rénun. Berklapróf gert
á skólabörnuin á árinu. Enginn nýr reyndist jákvæður.
ísafj. Af 16 nýjum sjúklingum voru aðeins 6 úr héraðinu, þar af
3 gamlir sjúklingar, sem veiktust á ný. 1 stúlka smitaðist af unn-
usta sínum utan bæjar, 1 stúlka smitaðist á sjúkrahúsi ísafjarðar,
en þar var hún gangastúlka, og' loks er ókunnugt um smitun 6. sjúk-
lingsins. Hann hafði dvalizt larxgdvölum í Reykjavík. Var skólapiltur
í iðnskóla og hafði, áður en hann ieitaði læknis, um veturinn smitað
7 af skólasystkinum sínurn. Engin þeirra veiktust þó. Jákvæð í ár,
en neikvæð í fyrra, voru aðeins 1 í barna- og unglingaskólunum, en
7 í iðnskólanum, eins og áður getur, og urðu þessar nýsmitanir allar
raktar tii sama piltsins. 90 menn voru berklaprófaðir á berklavarnar-
stöðinni 0—60 ára (jákvæðir 6,4%). í þeim hópi 2 nýsmitaðir, báðar
gangastúkur á sjúkrahúsinu, og veiktist önnur þeirra. Allt í allt er
þetta eitt hið glæsilegasta ár í berklavarnarstarfseminni. Þeim, sem
jákvæðir eru, fækkar óðum. 1935—1949 voru til dæmis 16,4% já-
kvæð af 1—-14 ára börnum, en nú aðeins 6,5% í sama aldursflokki.
Færri veikjast og nú en áður, og batnar þeim fljótar, sumpart vegna
þess, að betur tekst nú en áður að koma þeim á heilsuhæli. Eflaust
á og bætt viðurværi mikinn þátt í þessu og bætt húsakynni fólks með
minnkandi smitunarhættu vegna einangrunar á heilsuhælum og
sjúkrahúsum. Aldrei hafa, síðan skráning hófst, verið jafn fáir
skráðir á áramótum og nú.
Ögur. 1 nýtt tilfelli á árinu, 24 ára piltur. Hann fór á Vifilsstaði
og kom heill heim aftur eftir 6 mánuði. Stúlka, sem veiktist fyrir 2
árum, dó á árinu í Reykjavik. Enginn jákvæður í ár, sem var nei-
kvæður i fyrra.
Hestegrar. Þegar berldayfirlæknir rannsakaði fólkið í Aðalvík
vorið 1944, var einn ungur Aðalvíkingur fjarverandi. Hann var kom-
inn norður í land á síld. Þegar hann kom heim um haustið, var hann