Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 30
28
Læknar láta þessa getið:
Rvík. í byrjun ársins eru skráðir nokkrir sjúklingar með inflúenzu.
Um sama leyti sendir einn af starfandi læknum bæjarins skýrslu,
þar sem hann telur fram um 100 sjúklinga með sjúkdóm, er hann
nefnir „faraldur“. Jafnframt lýsir hann sjúkdómseinkennum. (Sjá lok
farsóttarkaflans, þar sem ræðir um ýmsar bráðar sóttir. Héraðslæknir
hallast helzt að því að flokka „faraldurinn“ sem inflúenzu, þó að ekki
sé hér gert). Annars hafa starfandi læknar bæjarins talið fram ör-
fáa sjúklinga með inflúenzu á víð og dreif allt árið, og verður að telj-
ast mjög vafasamt, að um þann sjúkdóm hafi verið að ræða.
Akranes. Eins og' frá var skýrt í fyrra árs skýrslu, gekk inflúenza
þá síðast á árinu. Hún hélt áfram janúarmánuð, og eru flest lungna-
bólgutilfellin í þeim mánuði.
Kleppjárnsreykja. Engin þetta ár.
Ólafsvíkur. Febrúar—marz (nokkur tilfelli) og maí—júní (örfá).
Oft erfitt að skera úr, hvað er catarrhus respiratorius simplex eða
influenza catarrhalis.
Patreksfj. Kvilli, sem ég kallaði inflúenzu, var hér á ferðinni, fyrst
i janúar—febrúar og svo aftur í júní og júlí. Hann fékk töluverða út-
breiðslu í bæði skiptin, þó að ekki séu mörg tilfelli skrásett. Fylgi-
kvillar voru fáir nema bronchitis, sem oftast nær fylgdi.
Hafnar. í febrúar—maí gekk inflúenza, fremur væg.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli á haustmánuðum.
Keflavíkur. Varð dálítið vart í febrúar, en hjaðnaði fljótlega niður
aftur.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 8245 163 1 1 14 „ 1 6616 540 3
Dánir ........ 55 5 „ „ „ „ „ 18
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Mislingar bárust inn í héraðið frá Danmörku i júlímánuði.
Tókst að stöðva útbreiðslu þeirra. Aðeins sjúklingar einnar og sömu
fjölskyldu.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
1943 1944 1945
601 13
99 99 9f
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942
Sjúkl........ 16 1 1 „ 1 197 5034
Danir ....... ,, ,, ,, ,, ,, ,,