Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 210
208
Þórshafnar. Góð.
Seyðisfi. Um fáa þurfalinga er að ræða, nema þá einstaka gamal-
menni, sem völ eiga á vist á elliheimili, ef sérvizka þeirra stæði þar
ekki í vegi.
Breiðabólsstaðar. Góð.
Vestmannaeyja. Yfirleitt góð.
14. Ferðalög- héraðslækna.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. í 120 ferðum fór ég alls tæpa 6000 km, þegar talið er
fram og' aftur, en auk þess fór ég' 9 ferðir til skólaskoðana, samtals
um 500 km. Mjög skiptast læknisferðir misjafnt milli mánaða. Voru
í marz og apríl aðeins 2 hvorn mánuðinn, en 19 í ágúst og 20 í sept-
ember, enda ólc ég' þá yfir 1000 km. Veturinn var mjög' snjóléttur,
enda kom ég ekki á hestbak nema eitthvað 6 sinnum alls, og i öll
skiptin stuttar vegalengdir, en þurfti aldrei að fara sjóferð. Má af
þessu marka, hver munur er nú að gegna héruðum með góðum sam-
göngum frá því, sem áður var.
Sauðárkróks. 111 ferðir skiptast þannig á mánuði: Janúar 13 ferð-
ir, febrúar 1, marz 4, apríl 5, maí 7, júní 11, júlí 16, ágúst 15, sept-
ember 10, október 5, nóvember 12, desember 12.
Iiofsós. Ferðalögum fer sífellt fjölgandi, og' eiga sjúkrasamlögin,
bætt afkoma almennings og greiðari samgöngur drjúgan þátt í því.
Til samanburðar rná geta þess, að atlar ferðir i þessu héraði 1933
voru 56, eða ekki miklu fleiri en ferðir í Fljótin á þessu ári, sem
voru 43, en ferðir alls 162.
Akureyrar. Alltaf mikið um sveitaferðir, og eru þær oft tímafrekar
og erfitt að samræma það, að héraðslæknirinn sé á vissum tírnum i
bænum, eins og t. d. á heilsuverndarstöðinni, og' sinni líka sveita-
ferðunum. Oft er það verst við ferðir þessar, að þær búta í sundur
daginn, svo að ekki verður hægt að gera neina áætlun um vinnu í
bænum fyrir þann og' þann daginn. Þær sveitaferðir, sem þó einkurn
og sér í lagi eru tímafrekar fyrir héraðslækninn, eru þær, sem farnar
eru til sængurkvenna, því að venjulegast er þá sent svo snemma eftir
lækninum, að hann verður að bíða rnarga klukkutíma, þangað til fæð-
ingunni er lokið, og í sveitinni er það að verða eins og í bæjunum, að
cngin kona vill fæða öðru vísi en að hæði ljósmóðir og læknir séu við-
stödd fæðinguna. Öll þessi störf, sem héraðslæknirinn hefur með hönd-
urn fyrir sveitirnar, svo og allar þær miklu vottorðagjafir fyrir bæjar-
ielagið og tryggingarnar taka svo mikið af tíma hans, að þau heil-
brigðisstörf, sem ætlazt var til, að yrðu aðalstörf héraðslæknisins,
verða oft aðeins ígripaverk vegna annars annríkis.
Grenivíkur. Ég keypti gamlan jeppabíl til ferðalaga. Er mikið hag-
ræði að hafa hann, og' gat ég mikið ferðazt í honum í vetur, enda vetur-
inn snjóléttur. Hef ég trú á því, að þegar vegir hér eru orðnir særni-
legir, meg'i nota bíl til ferðalaga allt árið.
Breiðumýrar. Ferðaðist í 201 ferð samtals 7704 km, þar af gang'-
andi 46, ríðandi 876 og í bíl 6782 km.