Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 221
219
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Vottorð samkvæmt ósk sakadómara voru gefin 4 á árinu, 1 i
barnsfaðernismáli, 2 í nauðgunarmálum, annað um áverka, er stúlkan
hafði hlotið, en hitt vegna þess, að stúlkan, sem nauðgað var, taldi
sig hafa verið afmeyjaða um leið. Reyndist hún ekki nýlega afmeyjuð.
Loks 1 vottorð um meiðsli vegna líkamlegrar árásar.
Boi-garnes. Skoðunargerð að kröfu lögreglustjóra var lauslega fram-
kvæmd á líki, en þar sem stutt er héðan til Reykjavíkur, þótti ekki
ástæða til að framkvæma fullkominn líkskurð hér við ófullkomin
tæki, heldur var líkið sent til Rannsóknarstofu Háslcólans til frekari
rannsóknar.
Akuregrar. Blóðrannsóknir vegna ölvunar við akstur gerðar 7 sinn-
um. Líkskoðun framkvæmd 5 sinnum og krufin 2 lík. Blóðrannsókn
vegna barnsfaðernismála gerð tvisvar sinnum.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XXI.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, er borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefur sótthreinsun heimila farið 151 sinni fram á árinu
á öllu landinu, og eru tíðustu tilefnin skarlatssótt (43%) og berkla-
veiki (43%), en önnur tilefni fágæt.
23. Húsdýrasjúkdómar.
Læknar láta þessa getið:
ísafj. Sömu sláturhús starfrækt og slátrun svipuð og' áður. Fé lítið
sem ekkert hrakið eða skemmt í ár. Mikið ber á sullum í fullorðna
fénu.
Ögur. Dúntekja fer stöðugt minnkandi, og kenna menn sumpart
örninum um og sumpart offjölgun karlfugla. Hitt er og víst, að ógrynni
fugla mun hafa farizt í olíu á sjónum hér úti fyrir Vestfjörðum eftir
skipsskaða á stríðsárunum.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Kleppjárnsreykja. Hafin var bygging stórrar aflstöðvar við Anda-
kílsárfossa, sem á að nægja Akraneskaupstað, Borgarnesi og nærliggj-
andi sveitum.
Borgarnes. Á þessu ári var hafizt handa um byggingu Andaldlsár-
virkjunarinnar, sem væntanlega kemur til nota árið 1947 og ætlað er
að ná smám saman til allrar Ilorgarfjarðar- og Mýrasýslu, auk Akra-
ness og Borgarness.
Flateyrar. Lokið var við uppsetningu nýs hraðfrystihúss i Súg'-
andafirði, og mun það veita nokkra atvinnu í landi. Annars bryddir
litið á nýsköpun í atvinnulífi héraðsbúa. Að vísu verður vart við nokk-
Urn „vorhug og bjartsýni“ o. s. frv. í tali manna, en þeir eru þó tregir
til að stofna til nýs atvinnurekstrar á þessari nýsköpunaröld skulda-