Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 235
233
verja til endurnýjunar sóttvarnarhússins, hafa þegar safnazt yfir
30 þúsund krónur.1)
Ég vil leyfa mér að æskja heimildar ráðuneytisins til að mega
þreifa fyrir mér um lausn þessara mála á þessum eða svipuðum grund-
velli, þar á meðal að ræða það við hæjaryfirvöldin og beiðast þess af
húsameistara, að hann geri uppdrátt að farsótta- og sóttvarnarhúsi
á greindum stað.2)
Um aukna þörf á sóítvarnarhúsi vegna flugsamgangna
milli íslands og annarra landa.
Bréf landlæknis til dómsmálaváðnneytisins 9. ágúst 1945.
Flugferðir þær tii fólksflutninga miili íslands og annarra landa,
sem þegar hafa verið upp teknar og gera má ráð fyrir, að eigi fyrir
sér að aukast og margfaldast í næstu framtíð, hijóta að hafa í för
með sér mjög aukna hættu á því, að inn í landið berist næmar sóttir
og þeirra á meðal jafnvel austurlandasóttir, sem vér höfum ýmist
aldrei eða öldum saman ekkert haft af að segja. Flugsamgöngur fara
fram með þeim hraða, að venjulegt sóttvarnareftirlit getur alis ekki
náð þeim tilgangi að liindra, að með þeim berist sóttir inn í landið,
og er þar ólíku saman að jafna sóttvarnareftirliti með skipum, svo
stopult sem það vill þó reynast, auk þess sem hættan af flugferð-
unum margfaldast við það, úr hverri órafjarlægð má vænta flugvéla
eða a. m. k. flugvélafarþega. Þessari auknu sótthættu verður ekki
svarað með neinu sóttvarnareftirliti verulega frábrugðnu því, sem
gengur og gerist um eftirlit með aðkomuskipum. Fyrir hinu verður
að gera ráð, að þá og þegar geti nú gosið upp í landinu tilfelli hinna
annarlegustu sótta, og er þá ailt undir þeim sóttvarnarráðstöfunum
komið, að unnt sé án tafar að taka öll slík tilfelli til einangrunar,
rannsóknar og viðeigandi aðgerða á vel útbúnu sóttvarnarhúsi. Eru
mörg ár síðan ég' vakti athygli ríkisstjórnarinnar á nauðsyn þess að
koma upp slíku húsi, en jafn nauðsynlegt sem það mátti teljast áður,
er nauðsynin þó ólíkt brýnni nú, og má teljast lífsnauðsyn. Læt ég
ekki hjá líða að vekja athygli ráðuneytisins á málinu og vænti þess,
að það geri ráðstafanir til, að sem alira fyrst verði hafizt handa um
nauðsynlegar framkvæmdir í samræmi við áður gerðar tillögur mínar
um samvinnu ríkisins og Reykjavíkurbæjar um sameiginlegt farsótta-
og sóttvarnarhús í sambandi við Landsspítalann.3)
1) Allar þessar tillögur ber að meta með tilliti til örbirgðar og umkomuleysis
beirra tíma, þegar þær voru i'luttar.
2) Þessi samvinna ríkis og bæjar um farsótta- og sóttvarnarhús er nú ákveðin
og fyrirhuguð.
3) Sjá nánar um nýtt viðhorf vort í sóttvarnarmálum: Vilmundur Jónsson:
Farsóttir og sóttvarnir. (Heilbrigt líf VI., bls. 46—64.)
30