Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 254
252
viðhorfi manna til sveita og kaupstaða, num það vera staðlítil sveita-
rómantík að ætla, að gamalmennum, sem á annað borð flosna upp
af heimilum sinum í sveit, sé yfirleitt ljúfara að flytjast á hæli í sveit
sinni eða svslu heldur en til einhvers kaupstaðanna, ineðal annars
fyrir það, að í níu tilfellum af tíu eiga þau fremur börn sín, barna-
börn og annað venzlafólk — og ólíkt greiðari aðgang að því — í ein-
hverjum kaupstaðanna en heima í sveitinni.1) Verður ekki komizt hjá
að taka tillit til þessa við skipun hvers konar stofnana handa gamal-
mennum, en samkvæmt 101. gr. áður nefndra laga nr. 50 7. maí 1946,
um almannatryggingar, er Tryggingarstofnun ríkisins ætlað að gera
heildartillögur um þessi efni, og gefur hún þá vafalaust viðeigandi
gaum „héraðshæla“hugmyndinni í þvi sambandi.
6. Ég' er sammála höfundum frumvarpsins um, að í strjúlbýlinu
séu nú þeir erfiðleikar á að sjá konum fyrir ljósmóðurhjálp, að víða
nálgist neyðarástand. Slíkt neyðarástand réttlætir og kallar jafnvel á
neyðarúrræði, og víst verða það að teljast neyðarúrræði að dyngja
saman heilbrigðum fæðandi konum hvaðanæva að í meira eða minna
vanbúnar fæðingarheimiliskytrur í nánu samkrulli við sjúkrahús,
sem sótt eru af hvers konar sjúklingum og þar á meðal vanhirtum
gamalmennum, en undir hælinn lagt, á hverju starfsfólki verður
völ til að takast þann vanda á hendur að gæta samtímis alls þessa.
Ekki er þó um að tala, ef sú áhætta, sem hér er óneitanlega um að
ræða, er eina færa leiðin til að stýra fram hjá enn meiri áhættu. En
gát þarf að hafa á þessum framkvæmdum, og ekki rnega þær verða
til að ýta undir það tízkufyrirbrigði, sem nú gætir allmikið, að fæð-
andi konur sæki algerlega að óþörfu burtu úr fyllsta öryggi heimila
sinna til minna öryggis fyrir sig' og' afkvæmi sín. Er sannast mála,
að í þeirri einangrun, sem hvert einstakt heimili tryggir af sjálfu
sér og því betur því dreifðari sem heimilin eru, er fólgið svo mikið
lieilbrigðisöryggi til handa fæðandi konum og hvítvoðungum, að all-
mikið má skorta á aðstoð og aðbúð á heimilunum til að vega þar upp
á móti.
7. Víst ætti það að vera rétt, sem vikið er að í greinargerð frum-
varpsins, að auðveldara yrði að fá hjxikrunarkonur til stofnana, sem
bera a. m. k. tvær hjúkrunarkonur, þannig að vegur sé að skipta
með þeim vökum. En full ástæða er til að vara við of mikilli bjart-
sýni í þessu efni. Annað eins liefur heyrzt, þó að á daginn kærni, að
hið margþætta og að sama skapi vandrækta og ábyrgðarmikla starf,
sem hinum svo nefndu „héraðshælum“ er ætlað, þætti svo fráfæl-
andi, að á því tapaðist það, sem á hinu ynnist. Nú er reynslan sú af
hjúlcrunarkvennahaldi, að til fullkominna vandræða horfir um að
halda gangandi hvers konar stofnunum utan stærstu kaupstaðanna
1) Flestar tiltektir manna hafa sínar skuggahliðar, og svo er að vísu um þessi
hyggðahverfi gamalmenna. Af e'ðlilegum ástæðum verður dánartala í slíkum
hverfum geysilega há, og þykir einkenna þau ömurlegur jarðarfararsvipur og
samsvarandi þrúgandi andrúmsloft. Efalaust er sæmilega ernum gamalmennum
hentast að búa á dreif innan um fólk á öllum aldri, að því ógleymdu, hver menn-
ingarháski er að því, ef æsku og elli verður stíað svo gersamlega sundur sem nú
eru helzt horfur á.