Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 28
26
Laugarás. 1 tilfelli, 16 ára piltur á Kaldbak í Hrunamannahreppi. Á
heimilinu hafði dvalizt gömul kona úr Reykjavík, ættuð úr Hreppum,
og þar hafði hún dvalizt mestan hluta ævinnar og verið grunuð
um smitburð. Piltinum batnaði, og veikin breiddist ekki út. Srnit-
beri sá, sem nefndur er í ársskýrslu 1944, er nú fluttur til Reykja-
víkur og hefur losnað við smitburðinn eftir uppskurð.
Keflavíkur. 1 smitberi er i héraðinu, en hefur ekki smitað út frá
sér, svo að vitað sé.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 8.
Sjúklingafjöldi 1936—1945:
1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
SjúkJ......... 1740 1635 1961 2990 5266 2395 4657 2753 3122 4937
Dánir ........ 2 „ 4 3 7 6 9 5 7 5
Greinist sem fyrr illa frá blóðsótt og nú sums staðar sterkur grun-
ur um iðrakvef sem mænusótt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Mjög mikið kvað að iðrakvefi á árinu. Einkum útbreiddur
l'araldur að því í ágústmánuði og fram í september. Ekki ósennilegt,
að eitthvað af þeiin sjúklingum, sem skrásettir eru með iðrakvef, hafi
haft væga blóðsótt. Síðustu 2 mánuði ársins ber einnig allmikið á
iðrakvefi.
Akranes. Gekk allt árið og ineð mesta móti. Einkum kvað mikið
að því um vorið, í marz, og svo í ágúst. Var einkum í börnum, og' má
ef til vill setja það í samband við miður holla sölumjólk.
Kleppjárnsreykja. Gekk með meira móti i júlí og' ágúst. Ekki grun-
laust um, að eitthvað af því hafi verið mænusótt.
Borgarnes. Stök tilfelli allt árið, hópuðust dálítið saman í júlí—
september, meira en helmingur allra tilfella á árinu.
Ólafsvíkur. Aðallega að haustinu og um sumarmánuðina. Koma
ekki öll kurl til grafar.
Reykhóla. Gekk aðallega í júní og júlí samfara kverkabólgu og
kvefsótt.
Bildudals. Nokkur dreifð tilfelli á árinu.
Flateyrar. Gætti nokkuð í júlí—september.
Bolungarvíkur. Lítillega stungið sér niður.
ísafj. Nokkur allsvæsin tilfelli í ágúst og september.
Árnes. Fá tilfelli og væg í september. Ekki faraldur.
Hólmavíkur. Gerði nokkuð vart við sig fyrra part ársins.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli væg, flest í júlí
Blönduós. Stakk sér aðeins niður öðru hverju, en aldrei var um
neina samfellda farsótt að ræða.
Sauðárkróks. Iðrakvef gerir vart við sig flesta mánuði ársins, án
þess að um faraldur sé að ræða, en í ágústmánuði byrjar faraldur,
sem breiðist mikið út, og er hann viðloða fram í nóvember. Urðu
margir talsvert veikir, fengu háan hita, uppköst og niðurgang. Má