Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 93
91
7 sængurkvenna. Fylgja sótt einu sinni með hendi. í hin skiptin
þurfti lítilla aðgerða við, sótt hert og konur deyfðar. Algengast er,
að konur óski eftir að hafa lækni viðstaddan fæðingar, þótt ekkert
sérstakt sé að. Öllum konunum heilsaðist vel, og börnin lifðu. Eitt
fósturlát ca. 2 mánaða. Enginn leitaði mín á árinu viðvíkjandi tak-
mörkun barneigna
Húsavíkur. Var við 36 fæðingar. Oftast tilefnið deyfing eða þá
yfirseta í fjarveru ljósmóður. Þó varð ég' þrisvar að nota töng', alltaf
hjá frumbyrjum. í einu tilfelli var placenta previa centralis. Vending,
framdráttur. Báðum heilsaðist vel. 2 börn fæddust andvana, bæði hjá
fjölbyrjum; annað var sitjandafæðing, en liitt fætt fyrir tímann. Ekki
geta ljósmæður fósturláta, en nokkuð mun vera af þeiin, þótt ekki
sé vitjað læknis eða Ijósmæðra, og dreg ég það af því, hve margar
konur koma til læknis með ófullkomið fósturlát og endometritis
sem afleiðingu eða orsök. Þau fósturlát, sem ég hef haft til með-
ferðar, hafa öl] verið hjá giptum konum frá 2—4 mánaða. Engin
kona veikzt alvarlega eða dáið. Alltaf fjölgar konum, sem fæða á
sjúkrahúsi. Enginn abortus provocatus. Eitthvað mun reynt að
stemma stigu fyrir barneignum.
Kópaskers. 6 sinnum vitjað til sængurkvenna. Há tangartaka hjá
30 ára primipara. Öðru sinni sóttur til primipara með prae-eklamptisk
einkenni og barnið í sitjandastöðu. Henni og afkvæminu heilsaðist
vel. 2 fósturlát, svo að kunnugt sé. í öðru tilfellinu fékk konan thrombo-
phlebitis á vinstra fæti upp úr fósturlátinu, og lá hún 2 mánuði, en
náði sér vel. Leitað til héraðslæknis með fóstureyðingu í 2 skipti,
en ekki var talin ástæða til þess að sinna því. Nokkrir hafa leitað
ráða til að komast hjá barneignum.
Vopnafí. Vitjað til 8 sængurkvenna. Ein konan lézt af barnsför-
um — placenta prævia. Er það fyrsta og’ eina konan, sem látizt hefur
af barnsförum þau 22 ár, sem ég hef verið héraðslæknir hér. Af hin-
um konunum 7 fæddu 6 sjálfkrafa, en barn var tekið með töng hjá
þeirri 7. Aðgerð annars: Fylgju þrýst út, deyfing, aðgerð á spangar-
rifu.
Egilsstaða. 5 sinnum var læknis vitjað vegna fæðingar. í 4 skiptin
var fæðing' um garð gengin, þegar læknir kom, og' í 5. skiptið var um
eðlilega fæðingu að ræða. Stöku sinnum hef ég verið beðinn að fram-
kvæma fósturlát, en aldrei séð ástæðu til að mæla með, að það yrði
gert. Aftur á móti hef ég leiðbeint konum um þungunarvarnir.
Bakkagerðis. Árin 1944 og 1945 fæddust 7 lifandi börn hvort árið.
Aldrei þurfti að sækja lækni 1944, en í eitt skipti 1945 var ég (þ. e.
Seyðisfjarðarlæknir) sóttur síðast í október til konu með fasta
fylgju. Var ferðin hin erfiðasta í smákænu í ósjó. Þegar til kom, var
aðeins um retentio placentae að ræða, og læknisaðgerðin stóð yfir
í eina mínútu, en ferðin hefði vel getað kostað bæði bátshöfn og
lækni lífið.
Seijðisfí. í læknishéraði Seyðisfjarðar fæddust 26 lifandi börn og'
eitt andvana og ófullburða. Aðeins tvisvar þurfti læknishjálpar við.
Bæði konum og börnum heilsaðist vel. 3 konur misstu fóstur í 2. og
3. niánuði. Átti ein þeirra heima á Dallandi í Húsavik, og þangað var