Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 70
68
Dálítið ber á B-vítamínsskorti, en minna en áður var, enda borða
menn meira af garðamat en áður og geyma hann betur. Þar sem ný-
meti af sjó er borðað, svo sem hrogn, lifur, þorskhausar, og matreitt
úr fisksoði, hef ég einskis fjörefnaskorts orðið var. Hér vantar ekki
holla fæðu, þegar fiskfang er nóg', heldur vit og þekkingu að notfæra
sér hana.
9. Caries dentium.
Ólafsvílcur. Caries dentium 69. Extractiones dentium cariosorum 127
(þar af 11 sliólabarna, sem úr voru dregnar 13 tennur). Tala skóla-
harna með skemmdar tennur 116; aðrir, sem komu til tanndráttar,
58, samtals þvi skoðaðir 174 tannsjúklingar; eru samt vafalaust
miklu fleiri í héraðinu.
Vopnafj. Caries dentium 30 karlar, 29 konur, börn 10, alls 69.
10. Cystis epithelialis colli.
Sauðárkróks. 9 ára telpa skorin.
11. Cystitis.
Egilsstaða. Algeng í konum á öllum aldri.
12. Diabetes.
ísafj. 1 sjúklingur, gamall maður. Hann notar stöðugt insúlín.
Hólmavíkur. 2 sjúklingar í héraðinu, annar gamall, hinn nýr og
sjúkdómurinn á lágu stigi.
Dalvikur. Kona um sextugt, er verið hefur sykursjúk um allmörg
undanfarin ár, var send til rannsóknar til Valtýs læknis Albertssonar.
Kom meðal annars í ljós, að skemmdir voru orðnar allmiklar á aug-
um sjúklingsins (retinitis). Síðan heim kom, fær konan reglulega
insúlín í innspýtingum, og er líðan hennar stórum betri.
Kópaskers. 1 sjúklingur í héraðinu, telpa 14 ára. Þarf að nota in-
súlín að staðaldri.
Búða. Sjúklingar hinir sömu og áður. Líðan þeirra góð. Auk þeirra
kom til mín maðun úr öðru héraði, sem kvartaði um einkenni, er
bent gátu á diabetes. Sykur var í þvagi (endurtekin próf). Sendur
á Landsspítalann, settur þar á diæt og insúlín. Vinnur nú alla vinnu
og tekur sitt insúlin.
Hafnar. 2 miðaldra konur. Önnur notar reglulega lítinn insúlín-
skammt og er við góða heilsu. Hin hefur tvisvar farið suður til rann-
sóknar, en hefur trassað sprautur og viðeigandi mataræði, og' er hún
því meiri ræfill til heilsu.
Vestmannaeyja. Télpa 6 ára af diabetesætt fékk veikina og var a
sjúkrahúsi Vestmannaeyja í nokkra mánuði. Notar stöðugt insúlín-
13. Eczema.
Flateyrar. Allalgengur kvilli i þorpunuin.
Árnes. Frekar algengur sjúkdómur.
Hólmavíkur. Virðist færast í vöxt ásaint ýmsum húðkvillum.
Þórshafnar. Frekar tíður kvilli hér. 1 kona fékk eczema exsuda-