Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 110
108
6. Reglugerð nr. 190 16. október, fyrir læknisvitjanasjóð Mjóafjarð-
arhrepps í Suður-Múlasýslu.
7. Auglýsing nr. 196 30. október, um breyting á samþykkt um lok-
unartíma sölubúða á Isafirði, nr. 72 7. ágúst 1930.
8. Samþykkt nr. 201 11. desember, um breyting' á heilbrigðissam-
þykkt fyrir Akureyrarkaupstað, nr. 66 16. júlí 1920.
9. Reglugerð nr. 242 10. ágúst, um ráðningu sjúltrahúslækna.
Forseti staðfesti skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði til heilbirgðis-
nota:
1. Skipulagsskrá nr. 16 3. febrúar, fyrir Líknarsjóð Bjargar Hjör-
leifsdóttur og Sigríðar B. Ásmundsdóttur.
2. Skipulagsskrá nr. 101 30. maí, fyrir Minningarsjóð Þórönnu
Jónsdóttur.
3. Skipulagsskrá nr. 116 22. júní, fyrir Minningarsjóð hjónanna
Kristínar Jóhannsdóttur og Hjalta Jóhannssonar, áður bónda á
Gilsstöðum, Vatnshorni og víðar, en síðar verkamanns á Hólma-
vík, og fyrri konu hans, Gróu Þorkelsdóttur.
4. Skipulagsskrá nr. 135 24. júlí, fyrir Styrktar- og menningarsjóð
starfsmanna H/f Egill Vilhjálmsson.
5. Skipulagsskrá nr. 210 21. desember, fyrir Afmælissjóð Jónasar
læknis Kristjánssonar.
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr. 9914592,57
(áætlað hafði verið kr. 8174535,00) og' til félagsmála kr. 9296392,30
(7580325,00) eða samtals kr. 19210984,87 (15754860,00). Á fjárlögum
næsta árs voru sömu liðir áætlaðir kr. 10216817,00 -k kr. 7472125,00
= kr. 17688942,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á íslandi, eru í árslok taldir 188,
þar af 165, er hafa fast aðsetur hér á landi og tafla I tekur til. Eru
þá samkvæmt því 790 íbúar um hvern þann lækni. Búsettir erlendis
eru 15, en við ýmis bráðabirgðastörf hér á landi og erlendis 12. Auk
læknanna eru 23 læknakandídatar, sem eiga ófengið lækningaleyfi.
Islenzkir læknar, sem búsettir eru erlendis og ekki hafa lækningaleyfi
hér á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlæknastofur, teljast 18 (þar af 1
læknir), en tannlæknar, sem tannlækningaleyfi hafa hér á landi, sam-
tals 21, þar af 3 búsettir erlendis. íslenzkir tannlæknakandídatar, sem
eiga ófengið tannlækningaleyfi, eru 4.
Á læknaskipun landsins urðu eftirfarandi breytingar:
Guðmundur Guðmundsson, aðstoðarlæknir í Stykkishólmi, settur 2.
janúar héraðslæknir í Búðardalshéraði frá 1. s. m. að telja. — Héraðs-
læknarnir í Egilsstaða- og Seyðisfjarðarhéruðum settir 5. janúar til
að gegna sameiginleg'a ásamt sínum héruðum Bakkagerðishéraði frá
1. s. m. að telja. — Arinbjörn Kolbeinsson cand. med & chir. ráðinn