Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 262
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1947.
1/1947
Borgarfógetinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 22. okt. þ. á.,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp í skiptarétti Reykjavíkur 16. s. m.,
óskað álits Iæknaráðs um andlega heilbrigði M. heitinnar J-dóttur, þá
er hún gerði arfleiðsluskrá sína 7. des. 1946.
Málsatvik eru þessi:
M. J-dóttir frú (aldur ekki greindur), H-vegi 16 í Reykjavík, lézt á
Landakotsspítala 11. des. 1946, nýkomin á spítalann. Banamein henn-
ar var samkvæmt krufningu: Arteriosclerosis generalisata. Emollitiones
cerebri. Nephrosclerosis. Bronchopneumonia bilateralis incipiens.
Echinococcus pancreatis. Fibrosis myocardii. I banalegu sinni, á
heimili sínu, 7. des. 1946, arfleiddi hún uppeldisson sinn, E. G. S. A-son
(H-son), og leigjanda sinn, .1. J-son, að eftirlátnum eignum sinum.
Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður, er aðstoðaði hina látnu
við að gera erfðaskrána, og viðstödd sambýliskona hennar, L. G-dóttir,
votta, að hún hafi gefið „ofangreinda yfirlýsingu (þ. e. efni erfða-
skrárinnar) og handsalað(i) undirskrift sjúk, en að öllu með réttu
ráði“, enda votta jafnframt, að þeim hafi verið „kunnugt um, að þetta
hefur verið vilji hennar um langt skeið.“ Kristján Guðlaugsson hæsta-
réttarlögmaður ber einnig fyrir rétti, að hin látna liafi verið „það
hress, að ég býst við, að hún hefði getað undirritað erfðaskrána sjálf,
enda beitti hún bersýnilega viljastyrk til að ganga frá þessu og lagði
rika áherzlu á, að það yrði gert forsvaranlega. Sjálf mælti hún svo
fyrir um, að erfðaskráin skyldi gerð í tvíriti og annað geymt hjá mér.“
Lögerfingjar hinnar látnu vefengja erfðaskrána og krefjast ógild-
ingar hennar. Styðja þeir þá kröfu með voltorði starfandi læknis í
Reykjavík, er stundaði hina látnu í banalegunni. Vottar læknirinn
20. des. 1946, að hin látna liafi „frá því á föstud. þ. 8. des. 1946“
(misritun fyrir 6. des.) verið „það meðvitundarlítil, að ég tel hana ekki
hafa verið færa um að gera sjálfstæðar ákvarðanir.“
Málið er lagt fgrir læknaráö á þá leið,
að beiðzt er umsagnar ráðsins „um það, hvort útilokað sé samkvæmt
vottorði G. P-sonar læknis, ásamt framburði hans í skiptaréttinum,
svo og krufningarskýrslunni og öðru því, sem fyrir liggur í málinu, að