Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1945, Blaðsíða 60
58
Bolungarvíkur. Þessi sjúkdómur hefur aldrei verið landlægur í hér-
aðinu. Fólk tekur hann á ferðum sínum með skipum og við dvöl sína
annars staðar.
ísafj. Kláðafaraldr sá, sem upp kom hér á striðsárunum, er nú úr
sögunni. Þau fáu tilfelli, sem enn koma á skrá, hafa flest verið rakin
til utanhéraðsfólks.
Hólmavíkur. Sést lítið, en beðið er um lyf við og við, og bendir það
til þess, að ekki sé hann alveg útdauður.
Blönduós. Kláði gert lítils hátlar vart við sig.
Sauðárkróks. Með minnsta móti. En víst má telja, að ekki komi
allir sjúklingar til læknis.
Dalvíkur. Flest tilfellin á sömu bæjunum.
Grenivíkur. Mjög lítið um þessi óþrif í ár.
Breiðumýrar. Gerir alltaf við og' við vart við sig, en þó ekki síðara
helming þessa árs.
Húsavíkur. Alltaf talsverður slæðingur, og ekki veit ég, hvernig á
því stendur, að mér virðist örðugra að lækna hann nú en var fyrir
10—20 árum, en þó sýnist fólkið hafa sæmilegan vilja á þvi að losna
við þenna fjanda.
Kópaskers. Viðloðandi allt árið og reyndist erfiður viðureignar.
Vopnafj. Vonandi léttir nú kláðaplágunni á næsta ári.
Egilsstaða. Talsvert bar á kláða þetta ár. Vægur, liggur niðri lengst
af, en kemur svo í ljós og tekur þá oftast heil heimili í einu.
Segðisfj. Gerir alltaf dálítið vart við sig eins og undanfarin ár.
Gengur illa að útrýma þessum leiða kvilla.
Nes. Verður alltaf vart.
Búða. Kláðasjúklingar engir, aldrei þessu vant.
Djúpavogs. Mun hafa borizt hingað í nágrenni Djúpavogs með
stúlku frá Reykjavík.
Vikur. Ekkert tilfelli, frekar en hið fyrra ár, og er hann þá vonandi
upprættur undir Eyjafjöllum, þar sem hann lá í landi.
Vestmannaeyja. Lítið borið á kláða á árinu. Útrýmt, þegar hans
verður vart.
Keflavíkur. Verður vart öðru hverju, en ekki eru mikil brögð að
veikinni.
8. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
S júklingafjöldi 1936—1945: 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl 82 68 73 77 74 75 57 50 58 49
Dánir 140 156 141 157 148 189 162 194 178 188
Sjúkratölur eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
Á ársyfirliti um illkynja æxli (þar með talin heilaæxli), sem borizt
liefur úr öllum héruðum, eru taldir 272 þess háttar sjúklingar (marg-
talningar leiðréttar), 155 í Reykjavík og 117 annars staðar á landinu.
Af þessum 155 sjúklingum í Reykjavík voru 58 búsettir utan héraðs.
Sjúklingar þessir, búsettir í Reykjavík, eru því taldir 97, en 175 í