Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 3
MkI
TIMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
2. ÁRGANGUK •:> REYKJAVlK ■:> JAN.-FEBR. 1943
O f res kj a n .
lír bókinni „Of Men and Music“,
eftir Deems Taylor.
1—I ANN var smávaxinn og
* 1 pervisinn, með óeðlilega
stórt höfuð — lítill maður og
veiklulegur. Hann var slæmur
á taugum og hafði mjög við-
kvæma húð. Honum var kvöl að
því að klæðast öðru næst sér en
silki. Og hann var haldinn stór-
mennskuoflæti.
Hann var óskaplega hégóma-
gjarn, og gat ekki nokkurt
augnablik skoðað neitt nema í
sambandi við sjálfan sig. Hann
var ekki einungis mesta mikil-
menni heimsins, í augum sjálfs
sín, heldur var, frá hans sjónar-
miði, ekkert í heiminum öllum
nema hann. Hann trúði því, að
hann væri mesta óperuskáld
veraldarinnar, mesti hugsuður-
inn og mesta tónskáldið. Hann
talaði eins og hann væri Shakes-
peare, Plato og Beethoven í
einni persónu, og það var lítill
vandi að fá hann til að tala.
Hann var einn mesti málskrafs-
maður, sem uppi hefir verið.
Samtal við hann var í rauninni
ekki annað en eintal. Stundum
var hann bráðskemmtilegur,
stundum þrautleiðinlegur. En
hvort sem hann var skemmti-
legur eða leiðinlegur, þá var um-
ræðuefnið alltaf hið sama: hann
sjálfur, hvað hann hugsaði,
hvað hann gerði.
Hann hafði alltaf á réttu að
standa. Hin minnstu mótmæli
um smávægilegustu atriði voru
nægileg til þess að hleypa af
stokkunum margra klukkutíma
ræðu, þar sem hann sannaði mál