Úrval - 01.02.1943, Side 4

Úrval - 01.02.1943, Side 4
2 ÚRVAL sitt á svo marga vegu og með slíkri mælsku, að hlustandinn að lokum varð svo yfirbugaður, að hann neyddist til að jánka öllu, til þess að öðlast frið. Honum kom aldrei annað til hugar en að orð sín og gerðir hlytu að eiga sterkan og inni- legan hljómgrunn meðal þeirra, sem hann umgekkst. Hann hafði ákveðnar skoðanir um allt milli himins og jarðar, þar á meðal jurtaát, leiklist, stjórnmál og tónlist; og til stuðnings þessum skoðunum sínum skrifaði hann pésa, bréf, bækur ... þúsund á þúsund ofan af orðum, hundruð og aftur hundruð af blaðsíðum. Hann lét sér ekki nægja að skrifa þetta og birta það — venjulega á annarra kostnað — heldur gat hann setið klukku- tímum saman og lesið það upp- hátt fyrir fjölskyldu sína og kunningja. Hann samdi óperur, og ekki hafði hann fyrr gert sér Ijósa uppistöðu þeirra en hann bauð til sín — eða öllu heldur kvaddi á fund sinn — hóp vina sinna, til þess að láta þá hlusta á upp- lesturinn. Ekki til að láta þá gagnrýna verkið, heldur til að hæla því. Þegar hann hafði lok- ið við að semja textann, urðu vinir hans að koma aftur, til þess að hlusta á hann lesinn upp. Síðan birti hann textann, oft mörgum árum áður en hann gerði löginviðhann.Hannspilaði á píanó eins og tónskáld, í versta skilningi þeirrar líkingar, og hann gat setzt við hljóðfærið frammi fyrir hópi áheyrenda, þar sem meðal annars voru staddir sumir frægustu píanó- snillingar þeirra tíma, og spilað stundarlengi — auðvitað sín eigin tónverk. Sama var að segja um rödd hans. Og hann bauð heim frægum söngvurum og söng fyrir þá óperurnar sín- ar, öll hlutverkin. Hann hafði ekki vald á til- finningum sínum frekar en sex ára gamalt barn. Þegar á móti blés, æsti hann sig upp og æddi um, eða sökkti sér niður í sjálfs- morðshugleiðingar og talaði um að flýja til Austurlanda og verða þar Búdda-munkur til æviloka. Ef eitthvað gladdi hann nokkrum mínútum síðar, gat hann stokkið út í garðinn og hlaupið þar fram og aftur, eða hoppað upp á legubekkinn og leikið þar ýmsar listir eða staðið á höfði. Hann gat fyllst djúpri sorg yfir dauða kjöltu- rakka og svo mikilli grimmd og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.