Úrval - 01.02.1943, Side 6

Úrval - 01.02.1943, Side 6
4 ÚRVAL að yfirgefa mann sinn, skrifaði hann öðrum vini sínum bréf og spurði hann, hvort hann gæti ekki bent sér á auðuga konu — einhverja auðuga konu — sem hann gæti kvænzt til fjár. Eigingirnin var jafn tak- markalaus gagnvart vinum hans. Vináttu þeirra mat hann eingöngu eftir aðdáun þeirra á honum og gagni því, sem hann gat haft af þeim fjárhagslega eða á listarsviðinu. Jafnskjótt sem honum fannst þeir bregð- ast sér — þó ekki væri í öðru en að þeir höfnuðu heimboði — eða gagnið af þeim tók að minnka, þá sneri hann umsvifa- laust baki við þeim. Þegar hann dó, átti hann aðeins einn vin, þeirra sem hann hafði þekkt frá því hann var miðaldra. Hann hafði sérstakt lag á að afla sér óvina. Hann átti það til að móðga mann, sem var ekki sammála honum um veðrið. Hann gat lagt sig í framkróka til þess að komast í samband við mann, sem dáðist að verk- um hans og vildi og gat orðið honum að liði — sem hann svo gerði að svörnum fjandmanni sínum með bjánalegu og alger- lega tilefnislausu taktleysi og hroka. Persóna í einni óperu hans var skopstæling á einum áhrifamesta hljómlistargagn- rýnanda þeirra tíma. En hann lét sér ekki nægja að hæða hann þannig, heldur bauð honum og heim til sín og las fyrir honum textann í hópi vina sinna. Nafn þessarar ófreskju var: Richard Wagner. Allt það, sem hér hefir verið sagt um hann, má finna í lýsingum dagblaða, lögregluskýrslum og frásögnum manna, sem þekktu hann, í bréf- um hans og á milli línanna í sjálfsævisögu hans. Og hið und- arlega við þessa mynd er það, að hún rýrir ekki gildi hans. Orsökin til þess er sú, að þetta pervisna, veiklulega, ill- kvittnislega og heillandi mann- kríli hafði alltaf á réttu að standa. Misskilningurinn er okkar megin. Hann var eitt mesta óperuskáld heimsins; hann var mikill hugsuður; hann v a r einn stórfelldasti tón- snillingur, sem uppi hefir verið í heiminum fram að þessu. Hann gat ætlast til þess að aðrir sæju fyrir sér. Ég býst ekki við, að samtíðarmenn hans hafi skilið það, og þó finnst okkur, sem höfum lært að skilja tónverk hans, að svo hefði átt að vera. Hvað er við því að segja, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.