Úrval - 01.02.1943, Page 6
4
ÚRVAL
að yfirgefa mann sinn, skrifaði
hann öðrum vini sínum bréf og
spurði hann, hvort hann gæti
ekki bent sér á auðuga konu
— einhverja auðuga konu —
sem hann gæti kvænzt til fjár.
Eigingirnin var jafn tak-
markalaus gagnvart vinum
hans. Vináttu þeirra mat hann
eingöngu eftir aðdáun þeirra á
honum og gagni því, sem hann
gat haft af þeim fjárhagslega
eða á listarsviðinu. Jafnskjótt
sem honum fannst þeir bregð-
ast sér — þó ekki væri í öðru
en að þeir höfnuðu heimboði —
eða gagnið af þeim tók að
minnka, þá sneri hann umsvifa-
laust baki við þeim. Þegar hann
dó, átti hann aðeins einn vin,
þeirra sem hann hafði þekkt frá
því hann var miðaldra.
Hann hafði sérstakt lag á að
afla sér óvina. Hann átti það
til að móðga mann, sem var ekki
sammála honum um veðrið.
Hann gat lagt sig í framkróka
til þess að komast í samband
við mann, sem dáðist að verk-
um hans og vildi og gat orðið
honum að liði — sem hann svo
gerði að svörnum fjandmanni
sínum með bjánalegu og alger-
lega tilefnislausu taktleysi og
hroka. Persóna í einni óperu
hans var skopstæling á einum
áhrifamesta hljómlistargagn-
rýnanda þeirra tíma. En hann
lét sér ekki nægja að hæða hann
þannig, heldur bauð honum og
heim til sín og las fyrir honum
textann í hópi vina sinna.
Nafn þessarar ófreskju var:
Richard Wagner. Allt það, sem
hér hefir verið sagt um hann,
má finna í lýsingum dagblaða,
lögregluskýrslum og frásögnum
manna, sem þekktu hann, í bréf-
um hans og á milli línanna í
sjálfsævisögu hans. Og hið und-
arlega við þessa mynd er það,
að hún rýrir ekki gildi hans.
Orsökin til þess er sú, að
þetta pervisna, veiklulega, ill-
kvittnislega og heillandi mann-
kríli hafði alltaf á réttu að
standa. Misskilningurinn er
okkar megin. Hann var eitt
mesta óperuskáld heimsins;
hann var mikill hugsuður;
hann v a r einn stórfelldasti tón-
snillingur, sem uppi hefir verið
í heiminum fram að þessu. Hann
gat ætlast til þess að aðrir sæju
fyrir sér. Ég býst ekki við, að
samtíðarmenn hans hafi skilið
það, og þó finnst okkur, sem
höfum lært að skilja tónverk
hans, að svo hefði átt að vera.
Hvað er við því að segja, að