Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 19
LÆKNIRINN I LENNOX
17
ilsmetinn, og áhrifa hans gætti
um alla sveitina. Hann var
snjall, en mildur, hlífði sér
hvergi og var ekki kröfuharður.
Hann unni því starfi, sem hann
var fæddur til að sinna, og hon-
um var kunnugt um þá hylli,
sem hann hafði áunnið sér.
Hann var maður, sem hafði
neitað að gefast upp og að lok-
um unnið sigur.
Seint um kvöldið, þegar við
Chisholm fórum frá lækninum
og þrömmuðum áfram í myrkr-
inu, vorum við báðir þögulir. Þá
sagði hann allt í einu upp úr
þurru, og var sem honum væri
erfitt um mál:
„Það er eins og litli maðurinn
hafi loks fundið sjálfan sig.“
Það var einhver aumkun í
setningunni, sem stakk mig. Ég
gat ekki setið á mér að svara
nokkuð hvatskeytslega:
„Chisholm, hvort vildir þú
heldur vera — þú sjálfur, eða
læknirinn í Lennox?“
„Farðu bölvaður,11 tautaði
hann, „eins og þú vitir það
ekki?“
JJG ER MINNAR cigin gæfu smiður — en ég held, að ef ég
ætti þess kost að smíða hana að nýju, mundi ég fá annan til
að gera það. Roland Young í „Reader’s Digest".
©
Hanagal og taugaveiklun.
Kona ein, sem var byrgisvörður í stóru leiguhúsi í New York,
furðaði sig á því, hve margir íbúanna höfðu gæludýr á heimilum
sínum. Ein konan hafði apa, önnur hvíta rottu — og sú þriðja
hafði hana í búri. Dag nokkurn var hún að tala um þetta við
eina frúna í húsinu. ,,Og konan, sem býr á hæðinni fyrir ofan
yður, hefir hana í búri,“ sagði hún. Varla hafði hún sleppt orðinu,
fyrr en frúin hneig niður, eins og hún hefði verið skotin.
Þegar hún raknaði úr yfirliðinu, bað hún afsökunar. „Það
hefir aldrei liðið yfir mig fyrr,“ sagði hún, ,,en í sex mánuði hefi
ég gengið til dýrasta taugalæknisins í New York, af því að
mér hefir alltaf fundizt ég heyra hanagal á hverri nóttu."