Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 36
34
TJRVAL
Á níunda mánuði er allt til-
búið fyrir hin miklu umskipti.
Barnið ræður yfir sjálfvirku
kerfi lífsnauðsynlegrar starf-
semi — meltingu, blóðrás, önd-
un og temprun líkamshitans.
Þessi starfsemi veldur því litl-
um erfiðleikum, þar sem hún fer
fram ósjálfrátt.
Þrosltaferill líkamans lýsir
sér vel í því, hvernig beinin vaxa
og kalkast. Dr. T. W. Todd, sem
hefir eytt miklum hluta ævi
sinnar í rannsóknir á þróun
beinanna, skýrir frá því, að
vöxturinn sé svo tímabundinn,
að hægt sé að segja fyrir um
aldur barns all-nákvæmlega, að-
eins við athugun á röntgenmynd
af hnéskel þess.
Eitt skýrasta dæmið um við-
búnað líkamans, lýsir sér í hlut-
fallinu milli fjölda rauðu blóð-
kornanna og útþenslu lungn-
anna. Hlutverk blóðkornanna er,
eins og kunnugt er, að flytja
súrefni um líkamann.
Vegna hins litla súrefnis-
magns, sem barnið fær í móður-
lífi, hefir það um sex milljónir
rauðra blóðkorna við fæðingu
— einni eða tveim milljónum
meira en það þarfnast í bernsku.
En þessi mikli fjöldi kemur að
góðum notum samt sem áður,
því að við fæðingu þenjast lung-
un ekki fullkomlega út, og raun-
ar ekki fyrstu tíu dagana.
Þar sem hálf-útþanin lungu
hafa ekki nægilegt öndunaryfir-
borð, þyrpast auka-blóðkornin
saman á htlu svæði, til þess að
þau geti hlaðist nógu súrefni.
Þegar lungun fara að þenjast
betur út, týna blóðkornin töl-
unni, unz þau verða ekki fleiri
en tæpar fimm milljónir.
Eitt er sérstaklega einkenni-
legt í fari ungbarna, en það eru
viðbrigðin gegn öllu óvæntu.
Þessi varnarviðbrigði, sem að
vísu eru meðfædd, magnast ört
fyrstu tvær vikurnar eftir fæð-
ingu. Það er einkum tvennt, sem
orsakar þau, röskun á jafnvægi
og skyndilegur, hvell hávaði.
Ef bók er hent á borð eða
barninu velt snögglega upp í
loft, verður líkami þess stífur
og handleggirnir teygjast upp á
við í boga, fingurnir sperrast,
óttasvipur færist yfir andlitið
og barnið hljóðar ákaft. Það
liggur í augum uppi, að ein-
hvern tíma á þróunarbraut
mannsins hefir þessi hegðun
verið lífsnauðsynleg varnarráð-
stöfun. Hið nýfædda nútíma-
barn býr þarna yfir arfi frá for-
tíðinni og hegðar sér eins og