Úrval - 01.02.1943, Page 101
Garáttan við konunginn var löng og erfið —
en ástin heíir orðið mörgum að aldurtila.
Lóbó, konungur úlfanna.
tír bókinni „Trail of an Artist-Naturalist“,
eftir Emest Thompson-Seton.
OYRIR mörgum árum lagði
* vinur minn fast að mér að
koma og frelsa hérað sitt undan
ágangi grimms úlfahóps, sem óð
uppi rænandi og ruplandi og
hafði grandað miklu af verð-
mætu kvikfé.
Þessi vinur minn var kvikf jár-
eigandi í Currumpaw-dalnum í
norðurhluta New Mexico og
vissi að einu sinni hafði ég verið
úlfaskytta. Ég varð við áskor-
uninni og lagði af stað til Cur-
rumpaw með tvo aðstoðarmenn
— Billy Allen og Charley Winn
— og úlfagildrur.
Mér var sagt að hópurinn lyti
forystu risaúlfs, sem Mexicó-
búar kölluðu Lóbó gamla, kon-
unginn. Lóbó var velþekktur,
þótt fáir hefðu séð hann. Rödd
hans var dimm og framfótaspor
hans fjórðungi stærri en spor
venjulegs úlfs. Undir hinni
djöfullega kænu forustu hans
komst hópurinn undan öllum til-
raunum, sem gerðar voru til
þess að eitra fyrir þá eða veiða
þá í gildrur. Að lokum voru 1000
dollarar settir til höfuðs Lóbó.
En hann og fylgifiskar hans
virtust gæddir töfrum, og á 5
árum höfðu þeir drepið 2000
skepnur.
Lóbó óttaðist aðeins eitt —
skotvopn. Hann vissi, að allir
héraðsbúar báru byssur og
forðaðist því allar mannlegar
verur. Hann og félagar hans
fóru aldrei á stjá fyrr en eftir
að nótt féll á.
Fyrir slíkan mótstöðumann
voru gildrur mínar of litlar, og
á meðan ég beið eftir stærri
gildrum reyndi ég að ná honum
með eitri.
Sem agn sauð ég saman ost
og nýrnafitu úr nýslátraðri
kvígu. Til þess að forðast, að
mannaþefur yrði af agninu, not-
aði ég glófa vætta í volgu blóði
kvígunnar og varaðist að anda