Úrval - 01.02.1943, Side 113
HENDUR HINS KROSSFESTA
111
fékk velgju, ef honum datt það
í hug. Hann langaði í bjór, ís-
kaldan bjór, svalan og dökkan
með froðukúfi ofan á og hann
vildi vera kominn afsíðis, þar
sem hann gæti hneppt frá sér
kraganum. Hann vildi mega
setjast niður og láta Franz
draga af sér skóna. Aðeins ef
veðrið væri ofurlítið svalara og
umhverfið væri dálítið kyrrlát-
ara — aðeins ef rykið lægði.
Hann varð þess skyndilega var,
að hann var farinn að raula í
hálfum hljóðum jólasálm — það
veitti honum ofurlitla huggun
og svölun.
Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son guðs ól.
Hinir gömlu guðir voru
þrumuguðir og guðir karl-
mennskunnar, en í löndum Suð-
ursins höfðu þeir enn þá þann
sið að skreyta jólatré og gleðj-
ast eins og börn. Kallið það sið
— kallið það hvað sem þið vilj-
ið — en það kom við hjarta
hans. Og það var siður í heima-
landi hans, svo að rangt gat það
ekki verið. Ó, hin fagra, hvíta
jólamjöll, jólakveðjur vina og
kunningja, bjart og skreytt
jóltatréð. Jæja, senn kæmu jól-
in. Ef til vill yrði hann kvæntur
þá ? Honum hafði oft dottið það
í hug. En ef svo yrði, myndu
þau áreiðanlega skreyta jólatré.
I löndum Suðursins voru marg-
ir elskendur svo viðkvæmir. Á
dögum æskunnar hafði hann
ævinlega gefið Villa Schneider
jólakökuna sína með sér —
reyndar voru jólin ekki hátíð
Villa, en menn voru alltaf svo
vingjarnlegir og í góðu skapi á
jólunum. En þessu varð hann
að gleyma. Hann hafði ekkert
leyfi haft til þess að gefa Villa
af jólakökunni sinni — það var
tréð, sem táknrænn hlutur, er
máli skipti, tréð og litlu, mjóu
jólakertin, ilmurinn af jólarétt-
unum og svöl og heið birta dags -
ins. Þau myndu halda þennan
dag heilagan, hann og konan
hans, og Villi myndi ekki gægj-
ast inn um gluggann. Hann
myndi aldrei framar gægjast inn
um gluggann. Því að nú var föð-
urlandið endurheimt eftir mörg
smánarár.
Loks var rykið tekið að lægja
— aðeins örfáir komu á strjál-
ingi. Hann gat nú gefið sér tíma
til að hugsa um landið, sem átti
að taka við hinum fordæmdu.
Þar bjó hungruð og mergsogin
þjóð, að því er blöðin fullyrtu,
enda þótt hún léti mikið yfir