Úrval - 01.02.1943, Page 119

Úrval - 01.02.1943, Page 119
SlMON BOLIVAR 117 ustur, vann sex sigra og tók sex borgir af Spánverjum. Eftir tvær vikur hafði hann hrakið óvinina af öllu þessu landssvæði. í hverju þorpi var Bolivar tekið með fögnuði og hundruð nýliða gengu í lið með honum. Honum óx nú kjarkur, og hann ákvað að gera út leiðangur til þess að vinna Caracas. Þetta var mikið og erfitt hlutverk, því að leiðin lá yfir 500 mílna fjall- lendi, og Spánverjar höfðu 6000 manna lið til að tefla gegn hon- um. — Snemma í febrúarmánuði 1813 lagði Bolivar upp með 500 manna sveit. Hermennirnir, sem urðu að bera vopn og farangur, ruddu sér braut yfir hrjóstrug- ar hásléttur, gil og gljúfur, brut- ust gegn um þykkni frumskóg- anna, ásóttir af bitvargi og rifnir af þyrnum. Bolivar hvatti þá stöðugt og taldi kjark í þá; augu hans ljómuðu og hann hafði jafnan glensyrði á vörum. Orustur þær, sem lið hans átti í, voru allar með sama hetju- brag. Bolivar beitti þá sem áður sömu hernaðaraðferð: dirfsku, skjótleika og óvæntum árásum — forðaðist áhlaup á fylkingar- brjóst, en réðst á hlið, skaut inn fleygum og upprætti innikróaða flokka. Spænsku herirnir biðu ósigur einn eftir annari, en lið hans efldist stöðugt, þar til hann hafði raunverulegum her á að skipa, búnum stórskotaliði, riddarasveitum og hjúkrunar- liði. Innan 90 daga, frá því er hann lagði í leiðangurinn, hafði hann sigrað í sex stórorustum og náð á vald sitt öllum vestari hluta Venezuela. Þegar hann nálgaðist Caracas, varð hinn spænski foringi óttasleginn og gafst upp bardagalaust. Þegar Bolivar kom til Cara- cas, var honum fagnað með slíkri viðhöfn, að vart hafði þekkzt áður, nema þá meðal Rómverja til forna. Hann var klæddur hvítum og bláum ein- kennisbúningi, gullbryddum. Við borgarhliðið sté hann upp í vagn, skreyttan lárviði og pálmagreinum. Tólf ungar, hvít- klæddar stúlkur, skrýddar blóm- festum, tóku upp silkitaug og drógu vagninn hægt eftir götum borgarinnar. Mannf jöldinn hróp- aði og fagnaði frá sér numinn, fallbyssur þrumuðu og kirkju- klukkur gullu, en blómum rigndi ofan af svölum húsanna. Þingið, sem kallað var saman í skyndingu, lýsti enn yfir lýð- veldinu og sæmdi Bolivar titlin-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.