Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 119
SlMON BOLIVAR
117
ustur, vann sex sigra og tók sex
borgir af Spánverjum. Eftir
tvær vikur hafði hann hrakið
óvinina af öllu þessu landssvæði.
í hverju þorpi var Bolivar
tekið með fögnuði og hundruð
nýliða gengu í lið með honum.
Honum óx nú kjarkur, og hann
ákvað að gera út leiðangur til
þess að vinna Caracas. Þetta
var mikið og erfitt hlutverk, því
að leiðin lá yfir 500 mílna fjall-
lendi, og Spánverjar höfðu 6000
manna lið til að tefla gegn hon-
um. —
Snemma í febrúarmánuði
1813 lagði Bolivar upp með 500
manna sveit. Hermennirnir, sem
urðu að bera vopn og farangur,
ruddu sér braut yfir hrjóstrug-
ar hásléttur, gil og gljúfur, brut-
ust gegn um þykkni frumskóg-
anna, ásóttir af bitvargi og
rifnir af þyrnum. Bolivar hvatti
þá stöðugt og taldi kjark í þá;
augu hans ljómuðu og hann
hafði jafnan glensyrði á vörum.
Orustur þær, sem lið hans átti
í, voru allar með sama hetju-
brag. Bolivar beitti þá sem áður
sömu hernaðaraðferð: dirfsku,
skjótleika og óvæntum árásum
— forðaðist áhlaup á fylkingar-
brjóst, en réðst á hlið, skaut inn
fleygum og upprætti innikróaða
flokka. Spænsku herirnir biðu
ósigur einn eftir annari, en lið
hans efldist stöðugt, þar til
hann hafði raunverulegum her
á að skipa, búnum stórskotaliði,
riddarasveitum og hjúkrunar-
liði. Innan 90 daga, frá því er
hann lagði í leiðangurinn, hafði
hann sigrað í sex stórorustum
og náð á vald sitt öllum vestari
hluta Venezuela. Þegar hann
nálgaðist Caracas, varð hinn
spænski foringi óttasleginn og
gafst upp bardagalaust.
Þegar Bolivar kom til Cara-
cas, var honum fagnað með
slíkri viðhöfn, að vart hafði
þekkzt áður, nema þá meðal
Rómverja til forna. Hann var
klæddur hvítum og bláum ein-
kennisbúningi, gullbryddum. Við
borgarhliðið sté hann upp í
vagn, skreyttan lárviði og
pálmagreinum. Tólf ungar, hvít-
klæddar stúlkur, skrýddar blóm-
festum, tóku upp silkitaug og
drógu vagninn hægt eftir götum
borgarinnar. Mannf jöldinn hróp-
aði og fagnaði frá sér numinn,
fallbyssur þrumuðu og kirkju-
klukkur gullu, en blómum rigndi
ofan af svölum húsanna.
Þingið, sem kallað var saman
í skyndingu, lýsti enn yfir lýð-
veldinu og sæmdi Bolivar titlin-