Fróðskaparrit - 01.01.1981, Blaðsíða 16
24
Papeyjardýrið
en aS sama skapi innbjúgur á hinni hliðinni, sem kalla má neðan á.
I heild sinni minnir logunin bielst á laxveiðispón. Nær báðum endum
eru snyrtilega gerð kringlótt got, um 6 mm í |)vermál. Engin slit-
merki sjást í gotunum, og mundi [)ó fljótt sjá á ekki harðari steini
ef bond hefðu verið dregin í {>au. Á kúptu hliðinni, eða ofan á, er
einfalt en laglegt skrautverk, sem samanstendur af eintómum stungn-
um deplum. Eftir kúpunni endilangri er roð af 8 deplum, sem eru
smæstir í miðjunni, en fara síðan stækkandi til gatanna, sem binda
enda á róðina til beggja enda. Við jaetta fá gótin sjálf eins konar
skrautrænt gildi. Pvert yfir miðja kúpuna eru einnig stungnir deplar,
smærri en hinir, 4 hvorum megin. Með jaessu mynda deplaraðirnar
f>vers og langs einskonar kross ofan á kúptu baki hlutarins. Auk
jtess eru svo deplar sinn hvorum megin við næstneðsta depil [)verálm-
anna, svo að á [>ann hátt myndast deplakrossar á báðum hliðum
kúpunnar.
Krotið neðan á hlutnum, á lítið eitt íhvolfum fleti, er hugtækara
en deplarnir ofan á. Petta er laust rissuð mynd af dýri með sveigðan
búk, uppundinn hala, einn framfót og einn afturfót, [)rjú smástrik
til að tákna makkann, aftursveigðan háls, svo að granir og kjaftur
með tónnum snúa beint upp, en aftur af auga er mikill hnakka-
toppur, sem liggur niður á bakvið búkinn langt niður fyrir kvið,
sveigist síðan upp fyrir framan dýrið, upp yfir hrygginn og er par
brugðið í tvær stórar lykkjur.
Rett er að taka her fram, að einhverntíma hefur verið tálgaður
aukaflótur í brún hlutarins neðan á líkt og af rælni, og er petta
annaðhvort smíðamistók eða seinni skemmd, en greinilega hefur
myndin af dýrinu verið krotuð eftir að [jessi aukaflótur var tálg-
aður, pví að frampartur pess nær út á hann. Pað er pví hugsanlegt
að dýrsmyndin se ekki upphafleg á hlutnum, heldur hafi verið rist
seinna, eftir að búið var að skemma hann með pví að tálga pennan
aukaflót. En hitt getur líka verið, að aukaflóturinn se smíðagalli
frá upphafi, pótt ekki se pað alls kostar sennilegt um svo vandaðan
hlut. Úr pessu verður nú tæpast skorið, en pað má sem sagt hafa
í huga, að einhver lítilsháttar aldursmunur gæti verið á hlutnum
sjálfum og dýrsmyndinni á honum.