Fróðskaparrit - 01.01.1981, Blaðsíða 98
106
Rógnvaldur Sigmundsson gullsmiður í Fagradal
stimplaðar 18 RS 38. Á skaftiS er grafin blaðfletta, en annars er
f>að slett, og á matskeiðunum eru fangamorkin EJS og GMD innan
í flettunum, fangamork sera Eggerts Jónssonar á Ballará (d. 1846)
og Guðrúnar Magnúsdóttur konu hans (d. 1843), sem síðar mun
getið. Súpuskeiðin er einnig úr búi £>eirra hjóna, j)ótt hún se ekki
merkt £>eim.
Islenzkir silfursmiðir fengust allmjog við að smíða silfurbúnar
tóbakspontur. Flestar eru j>ær úr horni en einnig oft úr tre, mahóní
eða brúnspæni og oftast nær búnar nýsilfri en ekki silfri og j>ví
yfirleitt óstimplaðar. Pó eru orfáar silfurbúnar pontur til og par á
meðal ein ágæt ponta í Pjóðminjasafni Islands eftir Rognvald, einn
vandaðasti gripur hans. Hún er úr rostungstonn, mjog dokkri, sem
stafar greinilega af pví að tonnin hefur legið lengi í jorðu. Rost-
ungstennur finnast stundum í gomlum fjorukombum og eru pá
orðnar dokkarað lit, hafa tekið lit úr jarðveginum, og hafa pessar
tennur á stundum verið hafðar til smíða, til dæmis í tóbakspontur.
Lag tannarinnar hentaði vel fyrir hina venjulegu gerð íslenzkra
tóbakspontna, sem hofðu lag sitt upphaflega af kýrhomi, sem var
hið venjulega efni í pontum. Pessi ponta Rognvalds er 19,5 sm long,
með silfurbotni og silfurstút, og á hliðum eru víravirkisrósir, hvor
með rauðum steini, p. e. gleri, í miðju. Stimpillinn RS, minni gerðin,
er á stútnum. Pontan var upphaflega í eigu Hafliða bónda í Svefn-
eyjum á Breiðafirði, Eyjólfssonar (d. 1894).
Rognvaldur hefur einnig fengizt við korpussmíði, og hún setur
hann í rauninni skor hærra en íslenzka gullsmiði yfirleitt á pessum
tímum. Korpussmíði mátti heita ópekkt á Islandi pá nema pegar
um smástaup var að ræða eða kaleiksskálar. Eftir Rógnvald er til
vínstaup í Pjóðminjasafni, með bikarslagi, í empire-stíl, úr eigu sr.
Ólafs Johnsens á Stað á Reykjanesi (d. 1885), sem var pekktur
maður á sinni tíð, mágur og náfrændi Jóns Sigurðssonar. Á pví er
minni gerðin af stimpli Rógnvalds.
En mesta serstóðu hafa tvó vínstaup úr eigu sr. Eggerts Jónssonar
á Ballará og konu hans og með stófum peirra hjóna og ártalinu 1838
grófnu á. Guðrún var fóðursystir Rógnvalds gullsmiðs. Staupin eru
7 sm há, slá ser nokkuð út og með brún neðst eins og á síðbarok-
staupum, gyllt innan. Fangamórkin og ártalið eru laglega grafin