Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 3
ALMENN TÍÐINDI.
5
kvað meira að þeim firnum. f>ar hrundu niður i grunn 70
þús. húsa, og bana fengu þar á fjórða þúsund manna. Fyrir
tveim árum sagði «Skirnir» frá eldgosunum miklu á Sundaeyjum
austur og á Java. Á þessu eylandi gusu aptur tvö eldfjöll í
maímánuði og varð enn mikið tjón af bæði mönnum og fjen-
aði, og landspellin töluverð af öskuregninu. Af skaðaveðrum
er að geta fellibyls i útsuðurparti Arabiu 3. dag júnimánaðar,
og varð af honum mest tjón i hafnarborginni Aden og margir
skipskaðar með ströndum fram og i hafinu fyrir sunnan. I
bandaríkjunum, hinum syðri og eystri, brast á óðastormur í
lok ágústmánaðar, að stórskaðar urðu í borgum og byggðum,
og manntjón víða. í Charléston í Suðurkarolínu var húsaskað-
inn metinn á 5 milliónir kr., en spellin á tóbaksekrum í Conn-
ecticut á 5 piilliónir; þar að aulci margir skiptapar með strönd-
um fram. í lok septembermánaðar urðu miklir skaðar af
stormi á Indlandi meðfram Bengalsflóa vestra megin, og bær
við ströndina lagðist svo gjörsamlega i eyði, að þar stóð ekki
eptir annað uppi enn vitaturninn. J>ar fórust 300 manna.
Um friðarhorf rfkja á milli og fl.
þó bágt sje að fullyrða, að vjebönd friðarins sjeu fulltraust
á öllum stöðum, er sum vandamál — t. d. austræna málið —,
sem griðgoð Evrópu (stórveldin) hafa lengst átt við að bisa,
er enn ekki kljáð á enda, má hins ekki dyljast, að þau ríki,
sem mest mega sjer í vorri álfu, viðurkenna nú einlæglegar enn
fyr, að friðurinn sje öllum fyrir beztu. Já, það er ekki of-
sagt, að öllum standi nú meiri stuggur af striðum enn nokk-
urn tíma fyr, þetta er lika náttúrlegt, þvi allir vita hvað í
súginn gengur þegar stóreflis þjóðir eða ríki beita afli sinu til
tjóns og spella, og að nýjar álögur fylgja striðum — um þá
ekki að tala, sem lægra hlutinn bera —, en á skattinn þykir
þó vant að auka úr þvi sem komið er. 1 flestum löndum
vorrar álfu má kalla, að fólkið stynji undir skattabyrðinni, og