Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 141
AMERÍKA.
143
Cleveland tók sjer til ráðaneytis menn af sjerveldismanna
(demókrata) flokki, en þeir voru allir hinir mestu skörungar
og valinkunnustu af því liði. Menn segja, að hann kysi þá
heldur enn hina, til þess að allir yrðu sem samhendastir í
stjórnaratgjörðunum, þar sem svo mörgu skyldi til betra vegar
skipa, sem aflaga bafði farið i umboðsstjórninni, og stíflur
reistar við þeim óaldarstraumi — embættaveiðum til fjefangfi,'"
mútutökum og allskonar fjeprettum, og svo frv. — sem lengi
hefir verið kvartað yfir, meöan hinir höfðu völdin. Annars
hefir Cleveland haldið i öllu svo fram stefnunni, sem hann
benti á i ræðu sinni og gengið rikt eptir vandlæti og sam-
vizkusemi í umboðsstjórninni, eins og hann gerði þegar hann
var ríkisstjóri i Newyork. Hann hefir, með öðrum orðum, í
engu brugðist því trausti sjerveldis- og samveldis-manna, sem
rjeð kosningu hans. Hjer má við hnýta, að þá höfuðflokka
skilur nú langt um minna eða þá allt önnur mál enn fyr, og að
hvorutveggju eru nú alrikinu og þess einingarbandi jafnsinn-
andi. Af því, sem þá deilir mest á um má nefna tollmálið,
því «demókratar» vilja lækka tolla og koma löggjöfinni sem næst
tollfrelsi, en hinir vilja engu af ljetta af aðflutningum frá öðrum
álfum og halda fast við tollverndarlögin gömlu, og koma hjer
hjá mörgum að eins eigingjarnlegar ástæður til greina. Að
likum rökum kemur þegar menn lita á önnur lög, sem burg-
eisar samveldismanna fengu fram gegnt 1878, og vilja enn
uppi halda, þó flestir lcalli þau ljótan blett á löggjöf banda-
rikjanna. það eru þau lög sem gerðu stjórninni að skyldu,
að láta móta 2 — 4 milliónir dollara úr silfri*) á hverjum mán-
uði, en með þvi móti rökuðu þeir menn millíónum saman,
sem áttu silfurnámana í Montana og Nevada. En nú vikur
svo við, að silfur hefir lækkar stöðugt í verði siðan 1876, og
í sama hlutfalli sem gullið hækkaði, og nú nemur sá munur
27 af hundraði, en af því leiðir, að silfurdollarar Bandarikj-
anna verður rækur gjaldeyrir við önnur lönd, og að fólkið
) 1 Bandaríkjpmim stendur sannvirði peninga jafnt á silfri og gulli.