Skírnir - 01.01.1886, Page 22
24
ENGLAND.
skipti orðin, sem ómögulegt væri við að gera. Sumir kyn-
flokkarnir væru líklega gjöreyddir, aðrir horfnir í bandalagmeð
sveitum mahdísins, en móti því vildi ráðherrann ekki mæla, að
England bæri hjer þunga ábyrgð á herðum sjer. Hann minnt-
ist hjer á þann mann, Drummond Wolff, einn af mestu skör-
ungum i liði Tórýmanna, sem stjórnin hafði sent til Egipta-
lands til að rannsaka þar allt ástand, en síðan skyldi halda
til Miklagarðs og gera sáttmála við soldán um sameiginlega
tilsjá og samverknað á Egiptalandi. Hann benti og á, að það
mundi undir sáttmálanum komið, sem af yrði ráðið siðar um
stöðu og hagi Súdanslanda. Líka skýrslu færði Hicks Beachs
frarn i fulltrúadeildinni, framsögu- eða málsvarnamaður stjórn-
arinnar, og greindi þar nánara frá áformi hennar, og bætti þvi
við, að Englendingar ætluðu sjer að skilja ekki við Egiptaland
fyr en hlutverki þeirra væri þar til hlitar lokið. «Urræðið»,
sem vjer nefndum, hefir gefizt vel til þessa, og i Miklagarði
hafði Drummond Wolff góð erindislok, þó seigt gengi og ráð-
herrar soldáns væru lengi tregir og leituðu svo allra undan-
bragða, sem þeim er tamt, i samningunum. Annars var auð-
sjeð, að soldán og ráðherrar lians báru mun meira traust til
Tórýstjórnarinnar enn til hinna, enda hefir Gladstone aldri
neinn Tyrkjavin verið. það sem blöðin þykjast vita um soldán
er þetta, að Englendingum skal heimilt að hafa tilgæzlu með
landstjórn á Egiptalandi í soldáns nafni, en hann hafa þar
einn umboðsmann að vaka yfir, að alls verði svo gætt, sem til
er skilið. Hins er og til getið, sem líklegt er, að Englend-
ingar hafi smeygt af sjer ábyrgð og vanda að mestu leyti, hvað
Súdan snertir og varðgæzlu við Rauðahaf, heitið að visu sinu
fulltingi, en ætli soldáni og jarli hans að hafa mest fyrir, ef
þeir vilja reka rjettar sins þar syðra og sækja aptur lönd sin
i hendur mahdisins nýja, sem Abdullah heitir*). Að þetta
*) Moliammed Achmed dó úr bólu í júlímánuði. — Vjer höfum annars
sjeð hermt svo í > Fortnightly Beview, að Soldán vilji ekki senda
atfaralið suður til Egiptalands fyr enn Englendingar hafi kvatt þaðan
heim sitt lið.