Skírnir - 01.01.1886, Page 81
BELGÍA.
83
anna og drukku ósleitulega dýru vínin, en höfnuðu ekki því
gæðarommi, sem þeim var borið.
Byltingamenn hafa stundum átt athvarfs að leita í Belgíu,
eða þar heldur enn i öðrum löndum á meginlandi álfu vorrar,
að Svisslandi undan skyldu. Optar enn einu sinni (að þvi
oss minnir) hefir «alþjóðafjelag» þeirra haldið hjer fundi sina.
en þar kom, að Belgar urðu að hafa gát á gestum sínum, og
það ekki sjálfra sín einna vegna, en svo var að þeim haldið
af hálfu hinna voldugu grannaríkja fyrir austan og sunnan.
Eptir það urðu postular sósíalista og byltingamanna að taka
hulinshjálm á sig, þegar þeir vildu flytja kenningar sínar í
Belgíu. En þeir höfðu góðan augastað á þessu landi, því hjer
var i góðan akur að sá: fjölbyggðin mikil, atvinnan erfið, t. d.
í námunum, og um hana afar margir, en alþýðan einkar
fákunnandi og undir fargi klerkavaldsins. Hverjir mundu meir
auðtrúa gagnvart nýjum boðskap, enn þeir sem voru vanir
hugsunarlaust að trúa öllu, trúa á versta hjegóma og hindur-
vitni? það vita byltingamenn vel. I annan stað er og þess
að geta, að prentfrelsi og ræðufrelsi er hjer mjög óbundið,
eða þvi líkt, sem á sjer stað á Frakklandi og Englandi. Vjer
þurfum ekki annað enn nefna eitt blaðið, sem handa verknað-
armönnum er út haldið. það heitir : «Ni Ðieu, ni Maiire (Hvorki
Guð nje yfirboðara!)». I fyrra sumar hjeldu margir byltinga-
manna, bæði frá Frakklandi og Rússlandi, til fiskileita i Belgíu,
ef svo mætti að orði kveða, og áttu þar leynifundi við vini
sína og málsinna. Löggæzlan í Bryssel fjekk skjótt njósnir
um aðkomumennina, og hvað þeir höfðu fyrir stafni, og kom
öllum á óvart á einum fundinum. En með þvi að hjer fund-
ust bæði vopn og sprengivjelar, voru allir fundarmenn höndl-
aðir og í varðhald settir. Hinum aðkomnu var vísað á burt,
en hinum sleppt lausum. Menn sögðu að fundar- eða um-
ræðuefnið hefði verið leyndartilræði við Rússakeisara. Nokkr-
um dögum siðar boðuðu byltingamenn annan fund, og nefndu
fundarstaðinn. Hjer hið sama um orðaflaum, æsingar og heit-
yrði eða herköll, sem titt er á fundum þeirra á Frakklandi.
Vjer getum þessa til að sýna, hvernig sósialistar og byltinga-
C*