Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 126
128
GRIKKLAND.
veldin sæju Grikklandi fyrir sanni, ef þau leyfðu nokkrum að
raska þvi, sem i Berlín hefði verið samið og sett (1878). Hún
hjelt sinu áfram með herbúnaðinn og liðsendingar til lacda-
mæra Tyrkja, eptir það að sáttir og samningar komust á fyrir
norðan. J>að var hjerumbil sem Grikkir segðu við stórveldin
með berum orðum: «Við sjáum nú, að þið ætlið ekki að láta
neitt til okkar af hrjóta frá Tyrkjanum við svo gott tækifæri,
og því viljum við freista, hvað okkur tekst sjálfum að krækja
i frá honum». Hjer vildi hinn rikari þó ráða, og stórveldin
sendu nú herskip á varðstöðvar í Grikklandshafi, og skyldu
þau banna herskipum Grikkja, hafieið, ef þeir byrjuðu ófrið,-
eða beita harðari atfarakostum. Vigmóður Grikkja vildi ekki
sefast, og þeir Ijetust við Tyrkjann hvérgi vera hræddir, en hafa
likast treyst, að stórveldin mundu skiljast í atfaramálinu.
Frakkar vildu eigi heldur fylgja hinum til atfara, en gáfu
Griklcjum sömu hollræði og hinir, en voru mýkri í öllum átök-
um. Eptir ítrekaðar áminningar og aðhald ljetu Frakkar sendi-
boða sinn fara á fund Delyannis með brjef frá Freycinet (ráðh.
utanríkismálanna), og var Grikkjum þar fyrir sjónir sett, hver
nauðsyn þeim væri að hyggja af öllum ófriði, dreifa her sínum
og gera allt að vilja stórveldanna. Delyannis hafði þá góð orð
um og sagði, að það ráð skyldi tekið. A það vildu erindrekar
hinna stórveldanna ekki reiða sig og heimtuðu í skorinorðum
og einbeittum atkvæðum, að stjórnin skyldi gera skjótustu ráð-
stafanir til að dreifa hernum og víkja öllu i friðarhorfið, en um
leið hjeldu sjö bryndrekar að Píreus. Úr þessu fór Delyannis
ekki að lítast á blikuna, en hjelt þó um nokkra stund þrái sinu,
og kaus heldur að skila af sjer embætti enn skuldbinda sig á
ný gagnvart stórveldunum. Hjer var komið sögunni, þegar siðast
frjettist, en vjer vildum rekja hana svo langt, að sjá mætti,
hvernig íil friðar tókst i þetta skipti að stilla í öllum löndum
á Balkansskaga.