Skírnir - 01.01.1886, Page 130
132
DANMÖRK.
hinir vildu. Endirinn lokleysa, sem við hafði verið búizt, en
hvorir um sig sögðu um hina, að þeir hefðu einmitt viljað svo
láta lenda. Fyrir þinglok sóttu nefndir af hvorumtveggju á
fund konungs, og færðu honum ávarpsskjöl. þar skipti í tvö
horn. Ávarp landsþingsins h'sti yfir trausti til Estrúps og hans
ráðaneytis, hitt hjet á vitru konungs og bað hann í fólksins
nafni að taka sjer aðra menn til ráðaneytis. Svörin eptir því
úr tveim áttum, með bliðubæ og þakka til nefndarinnar frá
landsþinginu, köld og þungorð til hinna. Konungur bað segja
fólksdeildinni, að sjer væri engu siður enn henni annt um að
halda uppi gildi grundvallarlaganna, og um ósamþykkið á
þinginu væri öðrum enn sjer að kenna, en það væri einmitt
þeirri deild sjálfrátt að leita friðar og samkomulags, og svo
mundi bezt hlýða*).
Nú byrjuðu fundirnir, og ekki á öilum spaklega látið, en á
sumum það látið fjúka, sem siðar varð að sakagiptum við
marga. þeim samsiðis fundir, þar sem skorað var á menn að
ganga í skotmaunafjelög og til vopnakaupa. þetta fundahald »
bannað af stjórninni með bráðabyrgðalögum. Af hinum fund-
unum skal eins getið, því hann hafði verst eptirköstin. Hann
var haldinn i Holstebro á Jótlandi 14. júní. Aður ræðurnar
byrjuðu kom lögreglustjórinn upp á ræðupallinn, en þar var
Berg og fleiri þingmenn, og sagðist hann ekki vilja tala meðan
löggæzlan væri þar uppi. Bið og þögn, fundarstjórnin ber ráð
sín saman, en Berg tekur ferðakápuna á öxl sjer, og mælti:
«Hvað verður þá úr?» þetta svo skilið, — og vist með rjettu
— að hann vildi, að þeir færðu lögreglustjórann niður af pall-
inum. þetta gerðu tveir menn, Nielsen, gestgafi, og Noes,
blaðstjóri. Noes og Nielsen færðir til Hafnar og þeim þar
lengi í varðhaldi haldið til þess er rannsóknum var lokið.
*) |>ingsöguna frá október ætlum vjer næsta •Skírnb, en hjer kom
líka allt í sama stað niður. Hjeðan frá verður líka frjettunum bæði
frá Danmörk og öðrum löndum svo stuttlega fyrir að koma, sem
hægt er, að «Skirnir» komist á prent og heim ekki síðar, enn fje-
lagsstjórnin óskar.